Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:36
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þar sem bensínlítrinn kostar 4 krónur

Malín Brand Höf: Malín Brand
12/04/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Meðalverð á bensínlítranum í heiminum er 175 krónur. Á Íslandi er lítrinn býsna dýr eins og flestir lesendur vita en aðeins sjö lönd í heiminum selja lítrann á hærra verði en hér. Þannig að við eigum næstum þetta vafasama heimsmet. Í Líbýu kostar lítrinn 4 krónur en er þó ekki með lægsta verðið.

Svo því sé til haga haldið þá er dýrast að kaupa bensín í Hong Kong en þar kostar lítrinn rúmlega 371 krónu.

368 króna munur

Venesúela er með lægsta verðið, eða rétt um 3 krónur. Þá kemur Líbýa með rúmar 4 krónur og Íran tæpar 7 krónur á hvern bensínlítra. Ekki dropa heldur lítra! Þetta er ótrúlegt en satt. Af hverju er þetta svona ódýrt?

32 ódýrustu. (Stjarna aftan við land merkir að verðið sé uppfært vikulega. Annars er það uppfært mánaðarlega). Skjáskot/globalpetrolprices.com
16 dýrustu. Skjáskot/globalpetrolprice.com

Eldsneyti er svona ódýrt í Líbýu (höldum okkur við það ríki vegna þess sem á eftir kemur) vegna þess að Líbýa (og Nígería) er stærsti olíuframleiðandi Afríku og er verðið ákveðið af ríkisolíufélaginu National Oil Corporation og eitthvað í þá veru sem ég bara hef ekki vit á og segi því ekki fleira um þá pólitík.

Hættulegra gerist það ekki

Nema hvað! Sennilega er hvergi í veröldinni hættuglegra að aka en einmitt í Líbýu. Þar sem eldsneyti er ódýrara en drykkjarvatn og vegirnir hættulegri en byssurnar. Fleiri deyja í umferðarslysum í Líbýu heldur en í vopnuðum átökum og eru tölurnar alveg hryllilegar.

Á vef Jordan Times, í grein frá 2019, kemur fram að árið 2018 hafi í  Líbýu verið skráð 4115 umferðaróhöpp; í þeim létu 2500 manns lífið og rúmlega 3000 slösuðust.  

Í Líbýu búa um 6 milljónir manna og af hverjum 1000 íbúum eiga um 980 sinn eigin bíl. Algengasta orsök umferðaróhappa mun vera hraðakstur og ekki bætir úr skák að vegakerfið er afleitt. Víða hefur vegum ekki verið haldið við í marga áratugi, eða í allt að sextíu ár, samkvæmt greininni sem vísað var í hér að ofan.

Innflutt skrapatól

Lélegu vegirnir eru eitt, en svo eru ökutækin annað mál og hugsanlega verra. Þannig er að bílasalar í Líbýu eru stórtækir þegar að innflutningi fólksbíla kemur. Það var þannig fyrir nokkrum árum síðan að innfluttu bílarnir voru algjört drasl. Gamlir bílar án öryggisbelta og loftpúða.

Í febrúar árið 2019 voru sett lög sem banna innflutning á bílum eldri en 10 ára. Það ætti að vera til bóta en vandinn er margþættur, eins og fram hefur komið.

Virðing ungs fólks fyrir umferðarlögreglunni er nefnilega lítil sem engin þar sem sjaldnast er gripið til refsinga vegna unferðarlagabrota. En það er þó ekki hægt að skella skuldinni alfarið á bílstjórana því lítið er um umferðarskilti og umferðarljós.

Ódýrt bensín, jú, en allir innviðir morknir.

Þá er fróðleiknum um Líbýu lokið í bili og ljóst að þetta er ekki besta landið fyrir ferðamenn til að leigja sér bíl og skreppa á „rúntinn“.

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Hátíð hinna hroðalegu bíla

Næsta grein

Að standast bifreiðaskoðun 101

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
Að standast bifreiðaskoðun 101

Að standast bifreiðaskoðun 101

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.