Það er komið vor í Kauptúni

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er komið vor í Kauptúni

Hlýir vorvindar munu bása í Kauptúninu á morgun, laugardag inn 23. apríl, þegar úrval nýrra bíla verður sýnt hjá Toyota og Lexus. Sýningin verður opin frá kl. 12 – 16 og þar geta gestir séð nýjustu bílana og fengið innsýn í það sem fram undan er í rafmagnsbílum og tengitvinnbílum.

Sérfræðingar Toyota og Lexus í raf- og tengitvinnbílum verða á staðnum og svara spurningum.

Helstu nýjungar á sýningunni hjá Toyota eru þessar:

  • Sýningareintök verða á staðnum af Corolla Cross sem er væntanleg til landsins síðar á árinu.
  • Ný kynslóð Aygo X verður á staðnum en þessum borgarbíl eru nú flestir vegir færir með aukinni veghæð. Sýningarbílar verða í sal og reynsluakstur verður í boði.
  • bZ4X, fyrsti rafmagnsbíllinn frá Toyota er væntanlegur til landsins í sumar og sérfræðingar Toyota verða með allar upplýsingar um bílinn á sýningunni.

Hjá Lexus ber þetta hæst:

  • Reynsluakstur verður í boði á Lexus UX 300e, fyrsta rafmagnsbílnum frá Lexus.
  • Einnig verður reynsluakstur í boði á nýrri kynslóð Lexus NX 450h+ tengitvinnbílnum.
  • Rafmagnsbíllinn Lexus RZ 450e er væntanlegur til landsins og opnað hefur verið fyrir forpantanir og geta gestir fræðst um bílinn.

Lexus og Toyota lofa skemmtilegri sýningu á laugardag og hvetja alla þá sem geta til að koma í Kauptúnið.

Svipaðar greinar