Þá snjóaði í „helvíti“: Ófært í Istanbúl

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er allt í pati bæði í Istanbúl í Tyrklandi og Aþenu í Grikklandi vegna óheyrilegrar ofankomu. 5000 bílar sátu fastir víðsvegar um Istanbúl í vikunni og í sumum tilvikum ekkert hægt að gera annað en að kveðja bílinn og halda áfram fótgangandi.

Skjáskot/YouTube
Kannski ekki sú mynd sem maður er með af Aþenu í kollinum. Skjáskot/YouTube

Fyrirsagnir sem líkja borgunum við helvíti vísa nú til snjókomunnar en ekki hitans sem reyndir og víðförlir menn segja alla jafna einkenna helvíti.

Skjáskot/YouTube

Meðalhiti í Aþenu í janúar er á bilinu 13-16°C að því er Google segir. Meðalhiti í Istanbúl á þessum árstíma er um 6-8°C og því er fólki á svæðinu að vonum brugðið.

Skjáskot/YouTube

Ganga sumir svo langt að segja að þetta séu endalokin; dómsdagur sé runninn upp. Þá væntanlega staðbundinn dómsdagur…

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar