Tesla Model S Plaid setti brautarmet á Nürburgring

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Tesla Model S Plaid setti brautarmet á Nürburgring

  • Fullyrt að Tesla Model S Plaid hafi sett brautarmet á Nürbugring fyrir framleiðslugerð rafbíls
  • Elon Musk, stofnandi Tesla, fullyrðir að „óbreyttur“ öflugur Model S hafi sett brautarmet á hring um brautina; rétt tæpum 7:31.

Það hefur eflaust verið ánægður og stoltur Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, sem tísti föstudaginn 10. september um að Model S Plaid fólksbíll Tesla hefði sett nýtt brautarmet rafmagnsbíla í Nürburgring.

Bíllinn fór 20,8 kílómetra langa brautina á 7 mínútum og 30,909 sekúndum, sagði Musk í tísti sínu, og einnig að Model S Plaid væri „algjörlega óbreyttur“ og „beint frá verksmiðjunni“.

Model S Plaid er með þriggja mótora kerfi sem samtals skilar 1.006 hestöflum og 1.420Nm togi og er bíllinn sagður komast á 1,99 sek. frá 0-100 km/klst.

Bandaríski rafbílaframleiðandinn segir einnig að fólksbíllinn komist allt að 637,3 kílómetra á rafhleðslunni og að nýstárlegur drifbúnaður á öllum hjólum geti haldið hámarksafli og allt að 322 kílómetra hámarkshraða.

Tesla hefur einnig birt „in-car“ myndband á YouTube rás sinni sem sýnir hringinn á tímanum 7 mínútur og 35,579 sekúndur.

Á myndunum er Model S með margumtalaða „ok“ stýrishönnun, frekar en hið hefðbundna hringlaga stýrishjól.

Það er talið að betri hringbrautartíminn sem Tesla heldur segir sett met, hafi verið settur með venjulegu stýri, þó þetta sé enn óstaðfest.

Hér má sjá „ok-stýri“ í Tesla í stað hins hefðbundna hringlaga stýrishjóls.
Model S Plaid „stelur“ hringakstursmetinu frá framleiðslugerð rafbíls á hinni frægu þýsku kappakstursbraut en það var Porsche Taycan Turbo S, sem setti metið 7 mínútur og 42,3 sekúndur á árinu 2019.
Samkvæmt færslu Musk var meðalhraði Plaid 166,32 km/klst á hringnum. Myndbandið af bílnum sýnir einnig til viðbótar mótorsport mælaborð og veltibúr sem er sett upp í Model S. Það eykur öryggi en dregur í efa réttmæti fullyrðinga um að Model S sé óbreyttur bíll.

Togkraftur kemur sem hluti af þriggja mótora uppsetningu Model S Plaid, sem hjálpar til við að bæta aksturseiginleika bílsins; leið til að draga úr eiginþyngd öflugra rafknúinna ökutækja sem er til komin vegna stærri rafhlaðna.

(Fréttir af vef Tesla og Auto Express)

Hér má sjá myndbandið af þessum „hring“ Tesla Model S Plaid á Nürburgring

Svipaðar greinar