Föstudagur, 10. október, 2025 @ 9:29
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Tesla á Íslandi kynnir nýjan Model 3 Performance

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
25/04/2024
Flokkar: Bílaframleiðsla, Bílaheimurinn, Fréttatilkynning
Lestími: 5 mín.
297 22
0
153
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þegar Model 3 var hannaður var markmiðið að búa til vöru sem var sérstaklega hugsuð með skilvirkni í framleiðslu að leiðarljósi. Í þessu fólst að auka sameiginlegra eiginleika milli gerða. Model 3 var í eðli sínu lipur og skemmtilegur í akstri, þökk sé lágum þyngdarpunkti og dýnamískum undirvagni.

Með uppfærslu á vélbúnaði tókst okkur að búa til aðgengilegan, skemmtilegan og fjölhæfan sportbíl sem var jafn hrífandi í langkeyrslu og í kröppum beygjum.

Allir þessir þættir gerðu það að verkum að Model 3 Performance varð til.

Sex árum eftir fyrstu Model 3 Performance bílarnir voru afhentir hafa framfarir í framleiðslu- og verkfræðigetu okkar gert okkur kleift að hanna og þróa nýja og ólíka Performance útfærslu.

Nýr Model 3 Performance byggir á gæðum og endurbótum á nýjustu útfærslu Model 3, en býður um leið upp á markvissari akstursupplifun auk einstakra eiginleika og hönnunarþátta.

Öflugasti og kraftmesti Model 3 hingað til

Nýjasta kynslóð Performance-rafmótorsins okkar skilar yfir 460 hestöflum, fer úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 3.1 sekúndum og nær hámarkshraða upp á 262 km/klst.

Nýjar 20” álfelgur og performance-sumardekk skila auknu afli á vegina. Felgurnar tryggja skarpara viðbragð í beygjum, aukinn fyrirsjáanleika og aukið grip út úr beygjum, bæði á hefðbundnum vegum og kappakstursbrautum.

Sjálfvirk aðlögunarhæf fjöðrunartækni okkar í Model 3 Performance er stjórnað af innbyggðum hugbúnaði Tesla og samþættum VDC-stjórnbúnaði (Vehicle Dynamics Controller). Þetta framúrstefnulega kerfi tryggir óviðjafnanlega stjórn án þess að það komi niður á hversdagslegu notagildi.

Uppfærður undirvagn, afkastamiklir hemlar og Track Mode

Við höfum innleitt umtalsverðar uppfærslur á vélbúnaði undirvagnsins til að auka afköst drifkerfa og fjöðrunar. Meiri stífni í burðarvirki, uppfærðir gormar, jafnvægisstangir og fóðringar skila undirvagni sem býður upp á meiri afköst og aukið viðbragð.

Performance bremsur, sem fylgja nú sem staðalbúnaður, tryggja skjótari hraðaminnkun, aukið hitaþol og aukna endingu.

Þetta allt gerir Model 3 Performance að bíl sem hentar jafnt á vegi og á kappakstursbraut. Rauðar bremsudælur prýða Model 3 Performance útgáfuna.

Nýjasta kynslóð Track Mode er nú samþætt við sjálfvirkar fjöðrunarstýringar með afkastamikilli aflrás sem bregst tafarlaust við skipunum ökumanns til að tryggja hámarksstjórn. Þegar búnaðurinn er virkjaður geturðu sérsniðið akstursstillingu, stöðugleika og endurheimt hemlaorku í glænýju notendaviðmóti.

Allar þessar breytingar skapa akstursupplifun sem fylgir viðbrögðum ökumanns á nákvæmari hátt til að þú getir nýtt þér aukna afkastagetu bæði á vegum og á kappakstursbrautinni.

Sérhönnun, í fyrsta sinn hjá Tesla

Model 3 Performance er líka sér á báti hvað varðar hönnun. Ytra byrði að framan og aftan eru meira afgerandi í útliti, straumlínulagaðri og búnir innfelldum kæliopum, sem vinna með dreifara að aftan og vindskeið úr koltrefjum til að hámarka lyftujafnvægi og stöðugleika á miklum hraða.

Að innan eru ný sportsæti með endurbættum hliðarpúða og hliðarbólstrun sem veita meiri hliðarstuðning í beygjum og átakaakstri. Þau eru einnig með hita og loftræstingu.

Koltrefjaklæðningar með einstöku Tesla-mynstri skera Model 3 Performance úr í Model 3-línunni.

Model 3 Performance kostar frá 8.799.902 kr. á Íslandi. Afhendingar hefjast í öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Model 3 kostar frá 6.749.902 kr. á Íslandi.

(fréttatilkynning frá Tesla á Íslandi)

Fyrri grein

Ný Audi Q7 kemur aftur með tengitvinnútgáfu

Næsta grein

Nýr Maxus eDeliver 5 rafbíll sýndur með 334 km drægni

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

Höf: Pétur R. Pétursson
09/10/2025
0

Laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 og hjá umboðsaðilum Kia um land allt. Reykjavík, október...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
Nýr Maxus eDeliver 5 rafbíll sýndur með 334 km drægni

Nýr Maxus eDeliver 5 rafbíll sýndur með 334 km drægni

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.