Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Teikningar af sjö sæta Skoda Vision 7S

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
24/08/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sýna teikningar af væntanlegum sjö sæta Skoda Vision 7S

Nýjar hönnunarteikningar sýna rafmagnsjeppa í fullri stærð á undan kynningu á hugmyndabílnum 30. ágúst

Stór, sjö sæta rafmagnsjeppi er í burðarliðnum hjá Skoda og þessar nýútgefnu teikningar gefa hugmynd um útlitið á þessum væntanlega keppinaut Kia EV9. Áætlað er að frumsýna bílinn síðar í þessum mánuði sem hugmyndabíl sem kallaður er „Vision 7S“ og mun nýja gerðin vera leiðandi í endurgerðri hönnun fyrirtækisins inn í raföldina.

Miðpunktur í nýja útlitinu er „T-bar“ framljósahönnun sem fellur inn í grennra grill en á núverandi Skoda-bílum, sem situr fyrir ofan sett af lóðréttum útskurði í framstuðaranum.

Miðopið er í andstæðum lit, sem gefur til kynna mögulegan valmöguleika til að sérsníða endanlega bílinn.

Búist er við að plasthlífar yfirbyggingar og silfurgljáandi undirvagnsvörn verði einnig með ásamt sérstakri vélarhlíf frá Skoda. Hliðarsniðið sem hallar aftur, er með lágri yfirbyggingu og þar með lægri gluggum og skarpri axlarlínu. Þema T-ljósa áfram á afturljósunum og það er önnur röð af lóðréttum loftopum sem nota sömu lituðu áhersluna og framendinn.

Teikningar hafa þegar verið birtar til að forskoða innréttingu Vision 7S og búast má við að sjö sæta bíllinn komi á markað með risastórum, frístandandi uppréttum upplýsinga- og afþreyingarskjá. Stýrið fær einnig nýtt útlit með fjórum pílárum og með það sem lítur út eins og snertinæm stjórntæki.

Fyrir neðan upprétta upplýsinga- og afþreyingarskjáinn finnurðu þrjá stóra, hnappa snúningsstýringar, með fleiri hnöppum fyrir neðan. Þetta verður líklega notað til að stjórna loftræstikerfi bílsins. Stór miðstokkur gefur pláss til að geyma og hlaða snjallsíma og önnur tæki.

Vegna þess að flestum aðgerðum bílsins verður stjórnað með snertiskjánum í miðjunni og stafrænu mælaborðsskjánum, verða hefðbundnir hnappar af skornum skammti sem gefur farþegarýminu mínimalíska hönnun, með þema sem leggur áherslu á breidd.

Búast má við að Vision 7S nýti rafbílaflrásina sem best með „setustofulíku“ innanrými með flötu gólfi og fljótandi miðstokki sem gefur bílnum léttara og bjartara yfirbragð en hefðbundinn valkostur.

Teikning að ofan sýnir að hugmyndabíllinn hefur í raun 6+1 skipulag, með tveimur fullorðinssætum í hverri af þremur röðum og síðan nýjan miðlægan barnastól, sem myndi setja barn rétt í miðju farartækinu. Líklegt er að þetta verði bara sýndarþáttur, þar sem plássið í miðjum bílnum verður að lokum notað fyrir þrjú sæti, til að skila fullum sjö sætum.

Aðrir þættir sem vekja athygli eru meðal annars það sem virðist vera ljósastika í miðjum mælaborðinu – hugsanlega tilvísun í kristal frá Bæheimi sem Skoda er að nýta sér – og til marks um vaxandi sjálfstraust vörumerkisins, Skoda textamerki utan á C-bitanum.

Skoda segir að Vision 7S muni breyta uppsetningu mælaborðsins þegar ökumaður vill slaka á – til dæmis við endurhleðslu. Stýrið og mælaborðshlutinn renna fram en stóri miðlægi snertiskjárinn færist úr því að vera uppréttur í langsnið til að gera hann betur til þess fallinn að horfa á skemmtun.

Þetta er staðfest með „Drive/Relax“ rofanum í miðborðinu, sem sýnir hvernig skjárinn snýst, og kynningarmyndinni, sem sýnir skjáinn í langsniði með flýtileiðum að miðlum eins og YouTube og Netflix.

Skoda segir einnig að bíllinn verði með bakpokum sem eru samþættir í sætisbökum í annarri sætaröð og símafestingar í baki framsætanna til að gera farþegum í miðröðinni kleift að njóta skemmtunar á ferðinni.

(Frétt á vef Auto Express)
Fyrri grein

Bölvaður klaufi að fjárfesta ekki í Tesla

Næsta grein

Ferrari sem fáir hafa séð

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Ferrari sem fáir hafa séð

Ferrari sem fáir hafa séð

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.