Kvartmíluklúbburinn – 50 ára afmæli
Kvartmíluklúbburinn, stofnaður árið 1975, hefur verið í fararbroddi íslensks mótorsports í hálfa öld. Klúbburinn rekur öfluga aðstöðu í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð, þar sem kvartmílu-, hringaksturs- og sandspyrnubrautir eru í boði fyrir keppendur og áhugafólk.
Starfsemin er lífleg yfir sumartímann með æfingum flest kvöld og keppnum um helgar.

Klúbburinn leggur einnig áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og hefur nýverið tekið inn Junior-dragstera fyrir 12 ára og eldri keppendur.
Krúser – Klassískir bílar og samfélag
Krúser er félag áhugamanna um akstur sem leggur áherslu á klassíska og fornbíla. Félagið skipuleggur reglulega samkomur og rúnta þar sem félagar sýna bíla sína og deila áhuga sínum á bílum með almenningi.

Krúser leggur áherslu á samfélagslega þátttöku og að deila bílaáhuga með öðrum, án þess að leggja áherslu á keppni eða hraða. Krúser er ávallt með opið hús í Krúserhöllinni að Höfðabakka 9, öll fimmtudagskvöld.
Á sumrin er hópakstur frá Krúserhöllinni niður í bæ og tilbaka og kaffi og með því á eftir.
Glæsileg bílasýning í Haukahúsinu
Um síðustu helgi var haldin stór bílasýning í Haukahúsinu í Hafnarfirði í tilefni af 50 ára afmæli Kvartmíluklúbbsins. Yfir 230 ökutæki, þar á meðal keppnisbílar, mótorhjól og klassískir bílar, voru til sýnis.
Sýningin var vel sótt og um 10.000 gestir lögðu leið sína þangað yfir helgina. Krúser tók einnig þátt í sýningunni og sýndi úrval af glæsilegum fornbílum.
Sýningin í Haukahúsinu var einstök og sýndi vel þann mikla áhuga sem er á bílum og mótorsporti á Íslandi. Við látum myndirnar hins vegar tala






















































































Umræður um þessa grein