Subaru tilkynnir um rafknúinn „crossover“ fyrir Evrópumarkað
Bíllinn verður á stærð við Forester og mun deila grunni með rafbíl frá Toyota.
Subaru hefur staðfest að það muni setja nýja rafknúna gerð á Evrópumarkað innan tíðar. Enn á eftir að staðfesta nákvæmar dagsetningar og smáatriðin eru óljós en Subaru segir að það muni vera bíll í svipaðri stærð og Forester sem deilir grunni með Toyota. Væntanlega verður bíllinn kynntur um miðjan áratuginn. Með þessu hefur Subaru staðfest að það muni brátt setja á markað “tvíbura Toyota BZ og fyrirtækið hefur lofað að nýja gerðin verði seld í Evrópu
Í ljósi þess að bæði Toyota og Lexus í síðustu viku tilkynntu um eigin rafknúna „crossover“-bíla, má næstum örugglega ganga út frá því að Subaru muni deila miklu af því sem tilheyrir tæknihlið þessara bíla.
Það sem við vitum um þessa bíla er að þeir eru byggðir á e-TNGA grunni Toyota fyrir rafbíla. Grunnurinn getur verið mismunandi að stærð til að mæta kröfum ökutækisins og rafhlöðunnar. Hann getur einnig þjónað fram-, aftur- eða fjórhjóladrifskerfi.

Örugglega aldrif
Í þessu tilfelli eigum við von á fjórhjóladrifi, ekki aðeins vegna þess að það hefur verið áratugalangt vörumerki Subaru í öllum bílum nema BRZ, heldur vegna þess að við höfum séð felulitaðan rafdrifinn „crossover“ með Direct4 fjórhjóladrifi sem forsýndur var hjá Lexus í Bretlandi. Sá bíll notar tvo mótora, einn á hvorum enda, til að knýja öll fjögur hjólin og það getur verið breytilegt togátak milli mótoranna. Afköstin eru áhrifamikil, þar sem mótorarnir tveir eru færir um að þjappa saman 402 hestöflum og togið er um 600 Nm.
Samstarf síðan í júní 2019
Samstarf Toyota og Subaru um einmitt slíkan bíl hefur verið gert ráð fyrir síðan í júní 2019, þegar fyrirtækin tvö tilkynntu að þau myndu þróa sameiginlegan rafbíl í stærð RAV4 eða Forester. Toyota á 20% hlut í Subaru og fyrirtækin tvö hafa unnið saman að sameiginlegum bíl áður í formi BRZ og 86.
Ökutækið yrði fyrsta sókn Subaru með fjöldamarkaðsframleiðslubíl sem notar ekkert bensín. Enn sem komið er hefur Subaru boðið vægar tvinnútgáfur af Impreza, XV Crosstrek og Forester. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun þar sem fleiri og fleiri þjóðir banna sölu á bílum með hefðbundnar brunavélar næstu áratugina.
Toyota og Subaru hafa einnig sagt að nýi grunnurinn muni nýta styrkleika beggja vörumerkjanna. Sem slíkur mun nýi sportjeppinn í C-flokki sameina reynslu Toyota og raftækni og fjórhjóladrifsþekkingu Subaru.
Subaru hóf breytingu sína í átt að rafvæðingu seint á síðasta ári með því að setja á markað ný afbrigði af tvinngerðum af XV og Forester – það síðastnefnda er með e-Boxer PHEV drifrás vörumerkisins. Árið 2050 vonast Subaru til að draga úr meðalútblæstri koltvísýrings á nýjum ökutækjum um 90 prósent samanborið við 2010. Vörumerkið hafði ætlað að koma rafknúnum farartæki á markað með því að nota aðlagaða útgáfu af Global Platform árið 2021, en áætlanir um það ökutæki hafa nú verið lögð á hilluna.
(byggt á fréttum á ýmsum bílavefsíðum – þar á meðal Auto Express og Autoblog)