Subaru og Toyota deila grunni að nýjum rafdrifnum „crossover“

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Subaru og Toyota deila grunni að nýjum rafdrifnum „crossover“

Tveir rafbílar á sama grunni: Hvernig á að aðgreina þá?
Subaru og Toyota deila grunni að nýjum rafdrifnum „crossover“ sportjeppa.

TOKYO – Subaru mun hleypa af stokkunum sínum fyrsta rafmagns „crossover“ sem undir nýju nafni frekar en rafhlöðuafbrigði af núverandi gerð. Mikilvæg spurning er hvernig eigi að aðgreina nýja Subaru frá Toyota útgáfunni sem mun deila grunni með bílnum

Verður nýi bíllinn eins og coupé-dúetteinn sportlegi Subaru BRZ / Toyota 86, annað sameiginlegt verkefni þeirra, sem skilaði næstum eins bílum með aðeins smávægilegum útlitsaðtriðum? Eða munu bílarnir fá verulega mismunandi yfirbyggingu til að aðgreina þá?

Kazuhiro Abe, aðstoðarforstjóri Subaru fyrir vöruáætlanagerð, vildi ekkert segja á þessu stigi.

En þegar hann talaði á bílasýningunni í Tókýó í síðasta mánuði, féllst hann á þá áskorun að aðgreina vörurnar á meðan hann sameinaði slíka vinnu eins og verkfræði, innkaup og framleiðslu.

Mismunandi bíla fyrir mismunandi marknotendur

„Við ættum að hafa mismunandi farartæki fyrir mismunandi marknotendur,“ sagði hann um komandi „crossover“. „Þetta er eins konar áskorun: sameiginleg þróun, sami grunnur en ólíkur karakter.“

Einstök hönnun að utan er erfið vegna þess að þá þarf mismunandi verkferla, árekstrarprófanir og stönsun, sagði Abe. Mismunandi aðlögun á rafmagns hreyfli mun þó gefa meira.

„Ef við aðskiljum okkur þannig, gæti viðskiptavinurinn fundið fyrir annarri tilfinningu eða Subaru-tilfinningu,“ sagði Abe og bætti við að Subaru hafi beina stjórnunartilfinningu. „Það er fullt af plássi fyrir mismunandi einkenni í aksturs tilfinningu, jafnvel meira en í bíl með brunahreyfli.“

Yfirmaður skipulags framleiðslu bauð einnig nokkrar upplýsingar um komandi rafdrifinn „crossover“: Hann verður um það bil af stærð Subaru Forester eða Toyota RAV4. Og þó að hann verði seldur í Bandaríkjunum er verið að þróa bílinn sem alþjóðlegt farartæki.

Þessi rafdrifni „crossover“ gæti einnig verið í boði í framhjóladrifinni gerð með einum mótor og aldrifsgerð með tveimur mótorum, bætti Abe við.

Koma í sölu á fyrri hluta árs 2020

Tilkynnt var um þessa nýju bíla af fyrirtækjunum í júní og mun nýi „crossover“-bíllinn fara í sölu á fyrri hluta ársins 2020, að sögn Abe. Subaru og Toyota eru í samstarfi um grunninn, grindina, drifrásina og mótorinn, sagði Abe. Nýi grunnurinn verður nógu sveigjanlegur til að renna stoðum undir margar gerðir ökutækja, þar á meðal C-hluti og D-hluti fólksbíla og „crossover“-bíla.

En Abe reiknar ekki með mikilli eftirspurn eftir rafbílum fyrr en á árunum eftir 2030.

„Ég veit ekki hvenær, en eftirspurn eftir rafbílum aukast einhvern tíma,“ sagði Abe. „Við erum að hugsa um að hún muni aukast mikið. Kannski ekki snemma á fjórða áratugnum, en kannski frá lokum 2030 til 2040“.

Svipaðar greinar