Stolið og staðfært

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hugverkastuldur Kínverja

Það er margt sem er skrítið í heiminum – alla vega að mati okkar Vesturlandabúa. Austur í Kína þykir það ekkert dónalegt að stela hugmyndum og græða á þeim. Kínverjar eru duglegir að koma sér á koppinn með með rós einhverra annarra í hnappagatinu.

Standast vel öryggskröfur

Það þýðir ekki að kínverski bílamarkaðurinn sé uppfullur af drasli sem er langt á eftir í almennri þróun – enda nota Vesturlandabúar Kína sem „verksmiðjunýlendu” fyrir vörur sínar til að græða meira á að selja á Vesturlöndum.

Kínverskir bílaframleiðendur eru alveg að skora hátt við prófanir samkvæmt evrópskum öryggistöðlum eins og EURONCAP.

Allt er þetta jú eftir bókinni, hagfræðin ræður, eftirspurnin er til staðar og þá er náttúrulega ekkert annað að gera en að framleiða. Svo erum við auðvitað að sýna ykkur „stolnar” myndir af þessari „stolnu” hönnun. Tvískinnungurinn er því allstaðar.

Hagkvæmur framleiðslustaður

Til að mynda eru nokkrar af fullkomnustu bílaverksmiðjum í heiminum í dag í Kína. Við getum nefnt Volkswagen, Tesla og Volvo sem nú er næstum því orðinn alveg kínverskur.

Kína er því ef til vill næsta Kórea í bílaiðnaði? Þarna vinna menn saman, rótgrónir bílaframleiðendur kjósa að opna risa-verksmiðjur sínar í Kína.

Hröð þróun

Munið þið þegar Daewoo kom á markað? Ekki þóttu þeir beysnir bílar og entust frekar illa. Kia var bíll sem virtist framleiddur úr afgöngum og Hyundai voru ekki vissir hvort þeir ætluðu að vera í bílum, tölvum eða skipasmíði.

Heimurinn er að minnka, Bandaríkjamenn kenndu Japönum dásemdir gæðastjórnunar, eitthvað sem þeir gátu ekki notað sjálfir.

Með því skutust Japanir á stuttum tíma langt fram fyrir aðra bílaframleiðendur í tækni og þróun.

En kíkjum aðeins á hugverkastuld kínverskra bílaframleiðenda.

Tesla S og blár rafmagnsbíll.
Land Wind og Range Rover Evouqe.
Kia Picanto.
Audi.
Porsche Cayanne. Fáránlega líkir en ekki einu sinni frændur.
Hvíti bíllinn er líklega Mestmegnis-Benz en sá neðri Mercedes-Benz
Smart for two.
Þetta er Mini Cooper.
BMW X5
Og þetta er ekkert nýbyrjað hjá Kínverjum – þessi bíll er kominn til ára sinna – Hyundai Coupé.

?

Byggt á grein á www.autocarpro.in

Svipaðar greinar