Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

SsangYong í nýjar hendur?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
25/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
274 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
  • ?Edison Motors, sex ára sprotafyrirtæki, er líklegur kaupandi SsangYong í Suður-Kóreu
  • ?Sprotafyrirtækið Edison Motors er sex ára gamalt og framleiðir rafbíla

Bílaframleiðandinn SsangYong er vel þekktur hér á landi en Bílabúð Benna hefur selt bíla þeirra frá júní árið 1996.

Allt frá stofnun árið 1954 hefur SsangYong verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu. „SsangYong hefur notið virðingar og trausts fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun, auk þess að standa uppúr fyrir gæði á frábæru verði,“ segir á vef Bílabúðar Benna, en nú er sagt að SsangYong sé að byrja á nýjan leik, undir stjórn sex ára gamals sprotafyrirtækis sem framleiðir rafbíla.

Suður-kóreski bílaframleiðandinn fór fram á gjaldþrot í desember 2020 og er í skiptameðferð.

Hér má sjá hugmynd SsangYong að rafdrifnum crossover sem fékk nafnið J100 en að baki honum má sjá Musso og Korando – jeppana sem við þekkum vel hér á landi

Samkvæmt Nikkei Asia á Edison Motors besta á tilboðið í SsangYong. Samningurinn er sagður vera um 260 milljóna dollara virði, samkvæmt heimildum útgáfunnar. Gert er ráð fyrir að bifreiðaframleiðandinn og tilboðsgjafinn muni ganga frá og gera samning í lok nóvember.

SsangYong Motor nefndi hóp undir forystu suður-kóreska rafrútu- og vörubílaframleiðandans Edison Motors sem nýjan eiganda sinn.

SsangYong var sett í greiðsluaðlögun í apríl eftir að hafa óskaði eftir því í desember árið 2020. Fyrirtækið lagði í vikunni fram umsókn til gjaldþrotadómstólsins í Seoul en gaf út að það vonist til að kaup Edison Motors nái fram að ganga.

Teikning af hugmynd SsangYong að nýjum jeppa, X200, sem átti að leggja grunninn að nýrri framtíð fyrirtækisins – sem verður í höndum nýrra eigenda ef allt gengur eftir

Verður SsangYong rafbílaframleiðandi?

„Edison Motors stefnir að því að kúvenda framleiðslu SsangYong eftir þrjú til fimm ár og breyta fyrirtækinu í rafbílaframleiðanda,“ sagði Kang Young-kwon, stjórnarformaður Edison Motors, síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi.

SsangYong mun geta framleitt allt að 300.000 farartæki á ári á þremur samsetningarlínum í verksmiðju sinni í Pyeongtaek, sagði Kang.

SsangYong hefur verið í meirihlutaeigu indverska fyrirtækisins Mahindra & Mahindri síðan 2011. Mahindra hefur leitað að kaupanda að þessum 75 prósenta hlut sem það eignaðist í SsangYong árið 2010. Kaupin á þeim hlut fyrir rúmum áratug síðan björguðu bílframleiðandanum frá gjaldþroti í það skiptið en þrátt fyrir góðan ásetning hefur Mahindra átt í erfiðleikum með að snúa rekstri SsangYong við.

SsangYong hyggst nú skrifa undir viljayfirlýsingu við Edison um að ganga frá ýmsum atriðum, þar á meðal kaupverði.

SsangYong gæti kostað hópinn, sem innifelur m.a. suður-kóreskan fjárfestingarsjóð, allt að einni trilljón won (849 milljónir dollara), að því er staðbundnir fjölmiðlar greindu frá.

Dómstólar eru síðasta skrefið fyrir gjaldþrot samkvæmt réttarkerfi Suður-Kóreu og dómstóllinn ákveður hvað verður um fyrirtækið.

(byggt á fréttum á Automotive News Europe og fleiri bílavefsíðum)

Fyrri grein

Nýr Renault Megane eVision kynntur

Næsta grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.