Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:28
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Solterra – fyrsti rafbíllinn frá Subaru

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
15/11/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
274 17
0
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Solterra – fyrsti rafbíllinn frá Subaru

Þessi nýi Solterra rafmagns-crossover er hreinn Subaru að innan, en að hluta Toyota að utan
Fyrsti rafbíll Subaru á heimsvísu  er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn en fjórhjóladrif hefur lengi verið einkenni framleiðandans

TOKYO — Solterra, fyrsti rafbíll Subaru á heimsvísu, er hreinn Subaru að innan og fjórhjóladrið er á sínum stað. En að utan deilir hann miklu með Toyota.

Það er vegna þess að Solterra – rafknúinn crossover, sem var frumsýndur á heimsvísu í Tokyo á fimmtudaginn, er „systurbíll“ Toyota bZ4X — og er mjög líkur í útliti; allt frá stórum og breiðum brettaköntum og skásettum afturbrettum til sérstæðs ljósabúnaðarins að aftan.

Solterra er hins vegar frábrugðinn Toyota bZ4X hvað nokkur útlitsatriði snertir: Máþar helst nefna sexhyrnt grill Subaru vörumerkisins sem og hönnun afturljósanna. Framljósin fá líka Subaru yfirbragð.

Solterra EV fer í sölu um mitt árið 2022 í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Evrópu og Kína.

Þegar Solterra fer í sölu um mitt árið 2022 í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Evrópu og Kína, segir Subaru að bíllinn muni vinna kaupendur með „X-Mode“ stýringu fjólhjóladrifsins sem er aðalsmerki vörumerkisins, sem Subaru segir að hafi verið hannað fyrir grófa vegi.

Kerfið getur jafnvel dreift toginu á milli fram- og afturöxla til að veita sem mest grip.

Subaru bætti einnig við „Grip Control“-aðgerð til að bæta stöðugleika á grófum vegum. Aflrásin tekur ennfremur upp nýtt kerfi sem knýr fram- og afturhjólin með aðskildum mótorum, sagði japanski bílaframleiðandinn.

Subaru segir fyrstu alvöru rafbíla sína byggða á „e-Subaru Global Platform“ (eða grunni rafbíla á heimsvísu) sem skilar frábærum aksturseiginleikum og stöðugleika með lágum þyngdarpunkti.

Hönnunin er einnig með framúrskarandi burðarvirki sem eykur öryggi farþega í aftursætum og ver um leið litíumjónarafhlöðuna sem er undir gólfinu. Í bZ4X kallar Toyota grunninn „e-Toyota New Global Architecture“.

Solterra er með „X-Mode“ stýringu fjólhjóladrifsins sem er aðalsmerki vörumerkisins, sem Subaru segir að hafi verið hannað fyrir grófa vegi. Kerfið getur dreift toginu á milli fram- og afturöxla til að veita sem mest grip.

Subaru segir að rafdrifni sportjeppinn sé 4.690 mm langur, 1.860 mm breiður og 1.650 mm á hæð, sem gerir hann um það bil sömu stærðar og núverandi kynslóð Forester.

Fullbúinn Solterra ber nokkur af hönnunareinkennum rafdrifins hugmyndabíls vörumerkisins sem kynntur var fyrr á þessu ári.

Til dæmis hafa hinar risastóru svörtu hjólbogaframlengingar og skörp framljós ratað á hinn fullbúna Solterra, þó að hyrndur framendinn hafi verið minnkaður lítillega, líklega í þágu öryggis gangandi vegfarenda. Kaupendur geta fengið sóllúgu sem aukabúnað.

Í meginatriðum sama stærð og bZ4X

Heildarstærðir Solterra eru í meginatriðum þær sömu og Toyota bZ4X, sem er svipaður Toyota RAV4 að stærð. Og eins og bZ4X mun Solterra koma í tveimur útfærslum: með framhjóladrifi og aldrifi. Að minnsta kosti í Japan fá báðar útfærslur 71,4 kílóvattstunda litíumjónarafhlöðu.

Subaru Solterra er knúinn af 71,4kWh rafhlöðupakka og kaupendum stendur til boða að velja um tvær aflrásir.

Grunngerðin er með eins mótors kerfi, sem framleiðir 201 hestafl.

Þar fyrir ofan er tvöfaldur mótor, fjórhjóladrifinn valkostur, sem hefur samanlagt 215 hestöfl. Hins vegar, vegna orkunotkunar auka rafmótorsins, lækkar hámarksdrægnin.

Framhjóladrifsútgáfan er með 150 kílóvatta mótor á framás og drægni upp á um 530 km. Aldrifsútgáfan er með 80 kílóvatta mótor á bæði fram- og afturöxli og drægni upp á um 460 km.

Subaru sagði ekki hvaða prófunarfyrirkomulag var notað, en tölur um drægni Solterra eru í samræmi við þær sem gefnar voru upp fyrir bZ4X.

Tölur Toyota eru byggðar á „Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Cycle“, sem er talinn vægari en bandaríski staðallinn sem EPA setur.

Líkt og í öllum nýjum rafbílum er nóg af hátækni til staðar í Subaru Solterra.

Meiri hátækni

Innanrými Solterra endurspeglar hátæknilegt andrúmsloftið sem var búið að kynna í bZ4X. Stýrið situr lágt, mælaborðið er aðeins innfellt frá ökumanninum.

Stór stafrænn skjár drottnar yfir mælaborðinu.

Í samræmi við ásýnd Subaru vörumerkisins, kynnir framleiðandinn rafbílinn sem öruggan og harðgerðan valkost sem passar við restina af fjórhjóladrifslínu fyrirtækisins.

„Með því að hlaða bílinn nýjum gildum sem rafdrifinn bíll (BEV) kristallast í honum sú „nægjusemi og hugarró“ sem Subaru hefur ræktað í mörg ár,“ sagði Subaru. „Solterra hefur verið smíðaður sem ekta sportjeppi í umhverfisvænum pakka sem hægt að nota með hugarró eins og núverandi Subaru gerðir fjórhjóladrifsbíla.“

Samstarf við Toyota

Toyota Motor Corp. á 20 prósenta hlut í Subaru samsteypunni og fyrirtækin hafa átt samstarf um sérstaka bíla eins og 86/BRZ sportlegan coupé o.fl.

En hingað til hefur Subaru farið rólega inn í við öld rafvæðingar. Tvinnbílar framleiðandans hafa engin sölumet slegið. Subaru hóf breytinguna í átt að rafvæðingu árið 2019 með tvinnafbrigðum af XV og Forester; sá síðarnefndi er með e-Boxer PHEV aflrás vörumerkisins.

Árið 2050 vonast Subaru til að draga úr meðallosun koltvísýrings nýrra bíla um 90 prósent miðað við árið 2010.

Stefna að 40% með rafmagni

Subaru áætlar að áður en árið 2030 rennur upp verði rafknúnir bílar 40 prósent sölunnar á heimsvísu. Til að ná því markmiði nýtur Subaru m.a. stuðnings Toyota.

(Byggt á fréttum á vef Automotive News Europe og Auto Express – myndir frá Subaru)?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Kia EV9: Breytt hönnun í átt að sjálfbærni

Næsta grein

Verður þriðja verksmiðja Volvo í Evrópu?

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Verður þriðja verksmiðja Volvo í Evrópu?

Verður þriðja verksmiðja Volvo í Evrópu?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.