Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 16:03
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sögusagnir um stærri og vígalegri Defender

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
18/09/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
  • ?Land Rover Defender gæti orðið enn stærri og glæsilegri
  • ?Sögusagnir eru um nýja gerð sem byggð er á Range Rover í fullri stærð

Sagan segir að Land Rover velti því fyrir sér hvort færa eigi merki Defender enn fjær upprunanum með því að setja nafnið á stærri óg íburðarmeiri jeppa en sá Defender sem við Þekkjum í dag. Verði hann samþykktur gæti Defender í fullri stærð deilt sínum grunni og nokkrum vélrænum íhlutum með næsta Range Rover sem er væntanlegur árið 2022.

Lengri en núverandi Defender 130

Án þess að vitna í heimildir greindi breska tímaritið Autocar frá því að þessi nýja gerð, sem enn hefur ekki fengið nafn, muni verða lengri en átta sæta Defender 130 sem sást í prófunum fyrr á árinu 2021. Þó að það sé eðlilegt að gera ráð fyrir að „fjölskyldusvipur“ sjáist á Defender línunni, líkt og nokkrar útlitsvísbendingar tengja Range Rover Evoque við Range Rover í fullri stærð, munu líkindin ekki verða mikil því samkvæmt sögusögnum verður sá byggður á útgáfu af MLA-grunninum. Fimmta kynslóð Range Rover mun vígja MLA-grunninn þegar sá bíll fer í sölu.

2022 Land Rover Defender Trophy Edition Mynd: Land Rover

Notkun MLA-grunnsins mun gera hönnuðum kleift að hafa Defender stærri og innleiða mikla rafvæðingu á mörkuðum sem krefjast þess. MLA-grunnurinn var hannaður með mildan blending í huga, tengitvinngerð og rafbíl sem aðeins notar rafhlöður. Nokkrar breytingar á farþegarýminu munu aðgreina Defender og Range Rover; Autocar bendir einkum á „lista úr málmi, náttúrulega veðruð efni og nýjar viðaráferðir“ sem möguleika.

Nýr Freelander væntanlega úr sögunni

Í einhverjum eldri fréttum var því haldið fram að innan Defender fjölskyldunnar yrði einnig minni gerð, „krossover“, sem væri meira ætlaður fyrir akstur á vegum, sem yrði langt undir núverandi gerð hvað varðar verð og búnað. Það hefði mátt líta á þessa gerð sem „endurfæddan“ Freelander/LR2. Sama sagan fullyrðir að þessi gerð hafi verið sett í „bið“.

Hins vegar er talið að „pallbílsútgáfa“ sé ennþá í bígerð.

Kæmi ekki fyrr en 2025

Samkvæmt tímaritinu Autocar myndi Defender (byggður á Range Rover) væntanlega ekki koma í sýningarsali fyrr en snemma árs 2025. Land Rover hefur ekki tjáð sig um þessar sögusagnir, og hefur ekki gefið upp hvernig, eða hvort, Land Rover muni stækka Defender-fjölskylduna á næstunni.

(Byggt á fréttum á vef Autoblog og Autocar)

Myndband sem fjallar um 2022 árgerð Land Rover Defender fær að fljóta hér með:

Fyrri grein

Álitlegur sjö sæta Dacia Jogger

Næsta grein

„Body Kit“ fyrir Land Cruiser 300

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.