Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:43
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sögð hafa ekið bílaleigubílnum 36.000 km á 72 tímum

Malín Brand Höf: Malín Brand
25/09/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
280 6
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sögð hafa ekið bílaleigubílnum 36.000 km á 72 tímum

Kona nokkur í Kanada var sögð hafa ekið bílaleigubíl vegalengd sem svarar svo gott sem til ummáls jarðarinnar og það átti hún að hafa afrekað á aðeins þremur dögum. Avis var ekki skemmt og rukkaði konuna um 8.000 dollara. Þá var konunni heldur ekki skemmt.

Hnattferð var nú ekki alveg það sem Giovanna Boniface hafði í huga þegar hún tók GMC Yukon Denali á leigu. Ekki það að hún hefði fremur kosið annan bíl til slíkrar ferðar heldur stóð einfaldlega ekki til að fara í hnattferð. Hún leigði bíl til að aðstoða dóttur sína við að flytja á stúdentagarða.

Eða svo sagði Boniface í það minnsta. Þar stönguðust sögurnar nefnilega aldeilis á; saga hennar og saga bílaleigunnar Avis.

Gengur reikningsdæmið upp?

Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að til þess að komast 36.000 kílómetra á 72 klukkustundum þarf maður að aka harla greitt og helst aldrei stoppa. Ekki til að sinna því sem þarf að sinna, taka eldsneyti eða til að virða rautt ljós, stöðvunar- eða biðskyldu.

Eins og fram kom í inngangi var þessu máli nú háttað þannig að bílaleigan Avis fullyrti, fyrir þremur vikum síðan, að konan hefði ekið svona líka óheyrilega marga kílómetra á leigutímanum.

Það væri kannski ekki undarlegt ef leigutíminn væri þrjú ár. En þrír dagar, tjah, nei! Þá hefði blessuð konan þurft að aka á um 500 kílómetra hraða á klukkustund.  Nú hef ég ekki prófað GMC Yukon Denali og vil síst koma út sem sjálfumglaður „beturviti“ en ég get ekki ímyndað mér að þessi eflaust ágæti bíll gæti afrekað nokkuð í þá veru.

Svona atvikaðist þetta

Boniface (sem ef til vill mætti þýða sem „snoppufríð“ í þvertyngdri þýðingu) leigði bíl í Toronto í síðasta mánuði. Gott mál. Hún er frá Vancouver og fór með flugi þaðan til Toronto þar sem dóttir hennar stóð í flutningum og háskólastússi. Boniface segist hafa ekið þessum eflaust fína GMC, frá flugvellinum, niður í miðbæ Toronto og þaðan til Kitchener (sem ég hélt í fyrstu að væri eldhúsáhaldaverslun en svo er ekki; þetta er bær fyrir utan Toronto) þar sem hún heimsótti tengdó gömlu.

Myndir fengnar af vef CVT sem vitnað er í hér fyrir neðan

Alls sagðist hún hafa ekið um 300 kílómetra á téðum bílaleigubíl. Þá var komið nóg af akstri og Boniface fór aftur á flugvöllinn. Hún innritaði sig í flug til Evrópu og beið hin rólegasta eftir að ferðalöngum yrði hleypt inn í flugvélina. Þá gafst stund til að líta á bankayfirlitið í símanum og það var einmitt þá sem skellurinn kom. BOMM!

Avis hafði dregið af kortinu meira en 8.000 dollara en Boniface hafði greitt 1.000 dollara fyrir bílaleigubílinn fyrirfram.

Hún trúði ekki sínum eigin gleraugum. En jú, þarna kom fram að Avis hafði rukkað Boniface fyrir akstur sem nam 36.482 kílómetrum og kílómetragjaldið var 25 sent. Þetta er eins og akstur frá Toronto til Suður-Afríku og það þrisvar. Eða svo gott sem umhverfis jörðina. Sem er einmitt sama vegalengd og rúmir 27 „hringir“ eftir hringveginum íslenska.

Nú var ekkert annað í stöðunni en að hugsa hratt. Mjög hratt. Þetta er það sem Boniface hugsaði og greindi frá í fréttum CTV: „Það sem ég vildi gera var að drífa mig til baka, í gegnum öryggisleitina og barasta hreinlega ganga upp að afgreiðsluborðinu hjá bílaleigunni,“ sagði hún. „En ég hefði ekki haft tíma til þess því röðin að öryggisleitinni var alveg rosalega löng,“ sagði Boniface.

Svona geta nú örlögin spilað með mann og jafnvel leikið grátt. Hún hringdi frekar í Avis. En viti menn; enginn svaraði. Eða eins og hún orðaði það sjálf: „Það bara hringdi og hringdi en enginn svaraði. Það var virkilega gremjulegt og svekkjandi að ná ekki í neinn.“

Nú er undirrituð búin að eyða of mörgum stöfum í þessa dellu, en svona er fréttin samt! Þannig að ég stytti hana alveg verulega því fáir ef nokkrir vilja lesa um hversu spælandi það var að hringja og hringja en fá ekki að tala við neinn. Svo ekki sé minnst á lýsingar konunnar snoppufríðu á því hversu oft símtalið slitnaði og hve oft hún þurfti að rekja söguna fyrir nýjum og nýjum viðmælanda.

En til að gera langa sögu ögn styttri þá var þetta nú bölvað vesen og gerðist ekki nokkur skapaður hlutur fyrr en fjölmiðlar blönduðust í málið. Varðhundar almennings tóku að gjamma og þá fóru hjólin loks að snúast.

Þetta var einfaldlega einhver villa í kerfinu hjá Avis og allt voða leiðinlegt. Ekki tókst að veiða upp úr forsvarsmönnum Avis hvernig þessi villa var til komin en þeir báðu Boniface afsökunar. Allan þennan vísdóm hefur undirrituð úr frétt CVT og stórfréttina sjálfa má lesa hér.

Þannig að ef þið, lesendur góðir, sáuð sama bílinn aka „hringinn“ 27 sinnum á þremur dögum í ágústmánuði, þá var það alla vega ekki hún Giovanna Boniface sem var þar á ferð!

Þetta var nú meiri vitleysan en hér er saga af maðnni sem ók alveg svakalega langt í alvöru, en ekki á 72 tímum: 

Umhverfis jörðina 50 sinnum: Sama vél og sami gírkassi

Og hér er saga konu sem ók sama bíl frá 1954 til 2021 en ók þó ekki umhverfis jörðina: 

Á sama bíl frá 1954 til æviloka

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

„Skrúfubíllinn“ er alveg einstakur

Næsta grein

Valdi koppasali sjötugur!

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Valdi koppasali sjötugur!

Valdi koppasali sjötugur!

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.