Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:28
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Snjöll lausn á festingu aukaljósa

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
28/10/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
302 19
0
154
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Snjöll lausn á festingu aukaljósa

Nett „ljósagrind“ sem festist á bak við númerplötuna að framan

Þegar þessi árstími gengur í garð, með myrkir og stundum minna skyggni í misjöfnu veðri getur verið ágætt að vera með „aukaljós“ til að lýsa upp veginn fram undan, sérstaklega þegar verið er að aka fáfarnari vegi í sveitinni.

Skrifari hefur átt nokkra jeppa á lífsleiðinni, og nokkra þeirra með allgóðum ljóskösturum að framan, jafnvel með háum og lágum geisla.

En í dag er minna um „fjallaferðir“ og aðeins spurning um aðeins meira ljósmagn við vissar aðstæður.

En sá er munurinn á mörgum jeppum í dag að „stuðarar“ eru hættir að vera eins og áður, og oft er enginn brún til að festa aukaljós á.

Margir jeppaeigendur hafa gripið til þess ráðs að setja heilmiklar „ljósagrindur“ framan á bílana, sem kallar á heilmikla smíði og tilstand.

En eftir töluverða skoðun á netinu á valkostum aukaljósa var brugðið á það ráð að heimsækja AMG Aukaraf í Kópavogi, sem ég vissi frá fyrri tíð ættu stundum ráð undir rifi hverju.

Og það reyndist svo sannarlega rétt í þetta sinn.

Einn veggurinn í verslun þeirra er þakinn aukaljósum í öllum stærðum og gerðum, jafnt þokuljós, kastarar og vinnuljós. Á myndinni sést bara hluti þeirra ljósa sem eru í boði.

Stefnan hafði verið sett á lítil ljós sem myndu ekki taka mikið pláss á bílnum en veita samt nægilegt ljósmagn.

Þá hófst valið. Öll ljósin á veggnum eru tengjanleg við straum þannig að það var auðvelt að skoða ljósmagn og ljósdreifingu þarna inni í búðinni

Fyrir valinu urðu nett ljós, hvort um sig með 3 LED-perum en gáfu gott ljósmagn. 5 tommu kastarar, 2 í setti á kr 15.900.

Valdir voru kastarar með gulu ljósi, 3500K, í traustlegu en nettu húsi úr áli sem gefnir eru upp fyrir 50.000 klst notkun.
Kastararnir koma í setti með öllum raflögnum sem þarf og festingum sem eru stillanlegar með sexkantlykli.

Snjöll kastaragrind

En þá kom spurningin um það hvernig best væri að festa þessi ljós á bílinn, en starfsmenn AMG Aukaraf voru með svarið á reiðum höndum.

Þeir drógu fram mjög netta „kastaragrind“ sem er þannig gerð að bakhlið hennar fer á bak við númerplötuna á bílnum, en lítil „þverslá“ nær aðeins fram fyrir númeraplötuna og þar eru aukaljósin fest.

Þessi snjalla lausn kostaði aðeins 9.900 kr.

Samið var við þá um ásetningu ljósanna og frágang, og þá yrði bætt við litlum rofa í seilingarfjarlægð frá ökumanni, svo það væri létt að kveikja og slökkva.

Ökuljósin loks með gott ljósmagn

Bíllinn var fyrir með hefðbundin ljós með halogen-perum, sem í raun og veru voru ekki að gefa mikla birtu. En þegar þetta var rætt við starfsmennina, þá sögðust þeir geta lagfært þetta líka, sett í LED-perur sem myndu gefa meira og hvítara ljósmagn.

Að aðgerðinni lokinni var farið í „prufuakstur“ á ljóslausan veg um kvöldið og þá sást áþreifanlega hversu mikil breyting var á ljósmagni aðalljósanna, meiri og breiðari birta fram á veginn.

Þegar nýju litlu LED-ljóskösturunum var bætt við var gott ljósmagn á götunni framundan.

Aukaljósin eru þannig tengd að það er hægt að kveikja á þeim með aðeins stöðuljós kveikt, sem getur verið mjög gott í snjókomu og slyddu, því sterk hvít aðalljós lýsa um of upp hvítu snjókornin og mynda hreinlega „vegg“ fyrir framan bílinn.

Það skal tekið fram að þessi grein er skrifuð fyrir Bílablogg án aðkomu AMG Aukarafs

Fyrri grein

Bílunum hent í hafið!

Næsta grein

Tveir nýir rafbílar sagðir á leiðinni frá Jeep

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Tveir nýir rafbílar sagðir á leiðinni frá Jeep

Tveir nýir rafbílar sagðir á leiðinni frá Jeep

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.