Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Smart sportjeppinn 2023: Fyrstu myndir

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
273 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fyrstu myndir af litla Smart-sportjeppanum sýna framleiðslugerð sem er mjög í samræmi við hugmyndabílinn sýndur var á dögunum í München.

Bílaframleiðandinn Smart flutti nýverið framleiðslu sína á smábílum til Kína, en Ineos, fyrirtæki Sir Ian Ratcliffe, keypti framleiðsluaðstöðu Smart í Frakklandi til að smíða nýja Grenadier jeppann.

Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru þær fyrstu sem sýna útlitið á framleiðsluútgáfu væntanlegs rafknúins jeppa Smart, sem hefur það hlutverk að endurvekja vörumerkið sem nú er í sameiginlegri eigu Daimler og Geely í Kína.

Smart verður í Öskju

Það kom fram á dögunum að Smart er í samstarfi við Öskju og verður til sölu þar þegar þar að kemur, en Askja undirritaðai samstarfssamning við Smart á IAA-bílsyningunni í München í september síðastliðnum.

Þessi nýi litli sportjeppi var forsýndur með hugmyndabílnum #1 á bílasýningunni í München. Nafn bílsins vantar enn, en það lítur út fyrir að einkaleyfateikningar á hönnun jeppans hafi verið skráðar hjá hugverkastofnun Evrópu.

Myndirnar sýna örlitla þróun í átt frá hönnun hugmyndabílsins en með breytingum. Þar á meðal má nefna að viðeigandi vélarhlíf er komin á sinn stað, nýtt útlit á grilli og minni hjól sem henta betur til aksturs. Yfirborð og hlutföll ökutækisins eru þá í samræmi við hugmyndabílinn, en það ætti ekki að koma á óvart.

Þegar hugmyndin að bílnum var kynnt í München fyrr á þessu ári sagði Smart að Concept #1 leiddi í ljós „skýra innsýn í fyrstu framleiðslugerð nýrrar kynslóðar Smart -rafknúinna ökutækja“ – og það sýnir að fyrirtækið ætlar að hverfa frá pínulitlum borgarbílum sínum.

Hugmyndabíllinn í München á dögunum

Hugmynd #1 er 4.290 mm að lengd og 1.698 mm á hæð – aðeins lengri en VW Golf í heildina, með þaklínu sem er meira en 10 cm hærri en núverandi Nissan Juke. Hjólhafið er 2.750 mm, sem er meira en 10 cm lengra en stærri sportjeppinn, Qashqai. Smart er greinilega að vona að framleiðslugerðin hafi nóg pláss til að vera álitinn valkostur sem rafknúinn sportjeppi fyrir fjölskyldur. Sem slíkur, á meðan hugmyndin er fjögurra sæta, segir fyrirtækið að lokaútgáfa bílsins – sem er ráðgert að frumsýna fyrir lok næsta árs – rúmi fimm manns.

Geely er leiðandi í tækniþróun bílsins og þó að Smart hafi ekki staðfest val á grunni þá er það næsta víst að nota SEA-nýjan rafmagnsgrunn sem mun einnig styðja kínverskar markaðsgerðir, sem og væntanlegan lítinn bíl frá Volvo .

Daimler er ábyrgur fyrir innri og ytri hönnun bílsins. Gorden Wagener, aðalhönnuður fyrirtækisins, sagði: „Hugmyndin #1 er endurskilgreining á vörumerkinu Smart á mjög flottan og fullorðinslegan hátt. Við höfum búið til alveg nýtt erfðaefni hönnunar – sem hefur möguleika á að koma Smart á stall sem leiðandi hönnunarmerki.

Heildarútlit hugmyndarinnar #1 er fjarri því sem var í fyrri bílum frá Smart – merki um hvernig fyrirtækið er endurræst frá grunni. Heildarprófíllinn hefur litla skögun (e. overhang) að framan og aftan – dæmigert fyrir rafbíl á sérsniðnum grunni – á meðan rammalausar hurðir og samlitir A-bitar ná áhrifum „fljótandi þaks“.

Aðrar hugmyndir eru meðal annars 21 tommu álfelgur, LED framljós og afturljós og engin sjáanleg hurðarhandföng. Smart segir að hurðirnar – þar með taldar aftari hurðir – séu faldar og aðeins sýnilegar við „ákveðin birtuskilyrði“. Framgrill bílsins er skipt í litla þríhyrninga sem hægt er að lýsa upp saman eða hvern fyrir sig; þetta er hluti af „ljósasýningu“ sem stjórnast af tónlist eða takti.

Að innan er færanleg stjórnstöð sem koma má fyrir á fleti milli framsætanna og miðlægan 12,8 tommu snertiskjá með upplýsingakerfi. Smart segir að bíllinn sé með miðlægri tölvu sem stýrir fjórum meginkerfum: upplýsinga- og fjarskiptaaðstoð, aðstoð ökumann, rafmótorum bílsins og rafmagns/rafeindatækni. Fyrirtækið fullyrðir að hægt sé að uppfæra 75 prósent örgjörva bílsins með þráðlausum uppfærslum.

Smart hefur ekki gefið út tæknilegar upplýsingar en SEA-grunnurinn er sagður styðja rafhlöðustærðir á bilinu 58kWh til 100kWh og sportjeppinn er líklega með um 70kWh afkastagetu. Þó að grunnurinn rúmi einnig uppsetningar með tvöföldum mótorum sem framleiða meira en 500 hestöfl, þá er Smart líklegri til að hafa einn mótor – líklegast að aftan, fyrir þröngan beygjuradíus – með um 260 hestöflum. Fjórhjóladrifsútgáfa af bílnum er sömuleiðis möguleg.

Gert er ráð fyrir að jeppinn, sem er kallaður HX11, verði framleiddur – samhliða rafknúnum arftökum Smart Fortwo og Forfour – í nýrri verksmiðju í Xi’an, Kína, sem getur framleitt um 300.000 bíla á ári.

(frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Vermir toppsætið í Evrópu

Næsta grein

Flottur, fjölbreyttur og 100% rafdrifinn

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Flottur, fjölbreyttur og 100% rafdrifinn

Flottur, fjölbreyttur og 100% rafdrifinn

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.