Skrapp á bílnum í skólann og allt varð vitlaust

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Piltur nokkur gerði sér lítið fyrir og skrapp á fjölskyldubílnum í skólann. Systkini hans fengu far. Verst að guttinn er bara 10 ára gamall og þó að hann hafi ekki klesst á eitt eða neitt þá er fullorðna fólkið alveg brjálað núna.

Að morgni 10. maí í Pontian hverfinu í Johor (Malasíu) settist 10 ára gamall drengur í bílstjórasætið á Perdua Kancil sem er í raun Daihatsu Mira. Hann hafði ekki um aðrar gerðir að velja því mamma hans á víst bara þennan bíl.

Skólabíll í einn dag. Skjáskot/YouTube

Hann var ekki einn á ferð því sex ára systir hans og þriggja ára bróðir þeirra fengu far með honum. Systkinin tvö komu sér bæði fyrir í farþegasætinu og þannig fóru þau þrjú í skólann.

Prinsippmál

Af hverju gerðu þau þetta? Jú, það var af hreinum og klárum prinsippástæðum: Mamma þeirra var of lengi að taka sig til og börnin voru að verða of sein í skólann! Og nú er allt vitlaust eftir að einhver deildi myndbandi af ungum ökumanni, með enn yngri farþega, á leið í skólann.

Fleira tengt ungum ökumönnum: 

Tveggja ára „ökufantur“ á Akureyri ´71

Ökuþór á agnarsmáum bíl í Reykjavík

Þeir byrja ungir á Akureyri

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar