Skoda er með nýjan arftaka rafknúins Citigo byggðan á VW ID.1 í pípunum
- Nýr yfirmaður Skoda, Thomas Schäfer, afhjúpar áætlanir um nýjan borgarbíl og rafknúinn hlaðbak
Citigo frá Skoda (mynd hér að ofan sem sýnir rafknúinn Citigo-e) er kannski nýlega horfinn úr framboði fyrirtækisins en nýr rafknúinn borgarbíll er á kortunum, sem verður útgáfa Skoda af Volkswagen ID.1.
Sagt er að Volkswagen sé að þróa minni útgáfu af MEB-grunni vettvangi Volkswagen, sem kallast MEB „entry“, og bíllinn sem byggður verður á þessum grunni mun líklega fá ID.1 nafnið. Nú hefur nýr stjórnarformaður Skoda, Thomas Schäfer, staðfest að það verði til útgáfa frá Skoda.

„Við myndum örugglega reyna að fylgja því eftir,“ sagði hann. „Ef grunnurinn er til staðar gætum við gert eitthvað gáfulegt ofan á hann – en það myndi örugglega líta allt öðruvísi út.
„Þetta er góð hlið á því að vera innan fjölskyldunnar svo þú þarft ekki að gera allt sjálfur.“
Gert er ráð fyrir að MEB-grunngerð innan fjölskyldunnar noti ódýrri lausn á MEB-grunninum, sem þýðir lengd ökutækis um fjóra metra – svipuð lengd og á VW Polo í dag. Stjórnendur VW hafa áður talað um að stefna að upphafsverði undir 3,4 milljónum króna, sem Skoda myndi líklega stefna að vera undir. Innan Volkswagen er einnig orðrómur um að koma með sportjeppa byggðan á grunngerð MEB, sem líklega fengi ID.2 nafnið.
Hins vegar varaði Schäfer við því að ólíklegt væri að við myndum sjáum nýjan rafknúinn borgarbíl frá Skoda fyrr en um miðjan áratuginn, þar sem fyrirtæki hans einbeitir sér fyrst að því að setja rafknúna Enyaq crossover bílinn á markað á næsta ári og síðan minni hlaðbaksgerð.
„Ein stærsta áhersla okkar um þessar mundir er að koma með bíl fyrir neðan Enyaq, það verður fyrsta forgangsmálið hjá okkur, þá gætum við ásamt samsteypunni gert eitthvað sem er borgarbíll“.
Schaffer gaf einnig í skyn að rafknúinn hefðbundinn fólksbíllsalur, álíka stór og Octavia, gæti fylgt á einhverjum tímapunkti eftir 2025, en Octavia nafnið gæti vel haldið áfram sem hluti af rafmagnsáætlunum Skoda eftir 2030. „Octavia er lykillinn okkar, lykilgerðin, sagði hann.
(frétt á vef Auto Express)