Þeir gerast varla ljótari bílarnir en þessir sem hér eru samankomnir í myndaseríu. Þeir eru svo ljótir að framleiðendur bílanna myndu örugglega ekki bera kennsl á þá þó að mörg lög af hryllingi væru skafin af.
Stundum eru það bílaframleiðendur sem eiga sök á ljótleikanum en í þessum tilvikum er eingöngu um ásetning eigendanna að ræða og ljótur var sá ásetningur!
Vont og það venst aldrei
Ef þetta væri nú bara myndasería byggð á gömlu sprelli úr tilraunabílskúr einhvers staðar langt í burtu… þá væri það nú í lagi. En það versta við meðfylgjandi myndir er að þær eru nýjar og sýna flestar bíla sem eru í notkun! Arg!
Flestar myndanna, sem birtar eru af „ljótubílaspotturum“ á vefnum Reddit, eru teknar í Vesturheimi en örfáar á öðrum stöðum. Hvernig er þetta í hinum ýmsu ríkjum þar vestra; getur bara hvað sem er fengið götuskráningu, akstursheimild eða hvað það nú kallast?
Er hægt að kaupa frystikistu eða baðkar, skella hjólum undir og fara svo út í umferðina?
Maður spyr sig! En hefst nú hryllingssýningin:
Ætli stóri hafi sest ofan á litla?
Það þarf lítið til að breyta „alltílagi“ bíl í algjört umhverfisslys.
Ofan á hönnunarskandalinn er búið að gera eitt og annað sem lagar bílinn lítið. En takið eftir að hann er á númerum (já, ég „blörraði“ til að enginn reyndi að hafa uppi á eigandanum og kaupa bílgarminn) og er samt með steina framan við dekkin. Við allt þetta má auðveldlega losna (númer, steina og bíl) með einni ferð í pressuna.
Torkennilegt fyrirbæri á bílastæði. Kannski eitthvað úr Transformers?
Afgangar úr bílskúrnum plús fullt af lími.
Týndi hlekkurinn er ekki lengur týndur.
Tengdamömmuboxið vék fyrir „tengda-Ömmuboxinu“.
Svona „hjólbörur“ þykja voða töff sums staðar, held ég. Vonandi er það misskilningur.
Hver röndóttur! Hvað getur maður sagt?
Hér er eins og einhver hafi sett í blandara Hondu Civic, Subaru Impreza, Evo og BMW-merki.
Hann reyndi þó…
Must…arður. Mattur, glansandi, lítill og stór. Æjæj…
Ætli eigandinn sé með gulltennur?
Andstæður takast á og mikið er ég fegin að búa ekki í sama húsi og deila bílastæðinu…
Umræður um þessa grein