Föstudagur, 10. október, 2025 @ 4:20
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sjö sæta VW.ID Buzz kemur 2024

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
03/06/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla, Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
295 22
0
151
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

  • Nýr Volkswagen ID. Buzz LWB kynntur sem sjö sæta rafknúinn fjölnotabíll
  • Volkswagen ID.Buzz með lengra hjólhaf fær þriðju sætaröðina til að taka allt að sjö manns

ID. Buzz kom á markað á síðasta ári í fimm sæta MPV og Cargo sendibíl, en nú hefur stærri Volkswagen ID. Buzz LWB hefur verið opinberaður með allt að sjö sæti, því VW kynnti þennan nýja bíl á föstudaginn 2. júní.

Þessi nýja, útgáfa stækkar með lengri yfirbyggingu, sem gerir einnig ráð fyrir stærri rafhlöðu. Volkswagen segir ID. Buzz með lengra hjólhaf (LWB) mun fara í sölu í Evrópu árið 2024.

„Retró“ hönnun ID. Buzz er enn til staðar í LWB-gerðinni. Eins og nafnið gefur til kynna er bíllinn núna með lengra hjólhaf – 3.239 mm miðað við venjulegan ID. Buzz, þar sem hjólhafið er 2.989 mm. Fyrir vikið hefur yfirbyggingin stækkað um 250 mm í 4.962 mm, en þrátt fyrir aukna stærð hækkar loftsmótstöðustuðullinn aðeins í 0,29.

Stærri rafhlaða og meiri drægni

77k Wh rafhlaða er staðalbúnaður á LWB – það sama og þú finnur á öðrum ID.Buzz gerðum. Auka hjólhafslengdin þýðir að VW hefur einnig getað bætt við möguleikanum fyrir 82 kWh rafhlöðu.

VW vitnar ekki í tölur um drægni enn sem komið er, en heldur því fram að stærri rafhlaðan „skapi enn lengri drægni“, sem bendir til þess að við ættum að sjá hámarksdrægi upp á að minnsta kosti 415 km.

Stærri rafhlaðan þýðir líka meira afl. Nýtt drifkerfi hefur verið þróað fyrir 82kWh LWB sem þýðir að það er 285 hö og með 560Nm af togi frá rafmótor sem festur er á afturás. Það er nóg fyrir 0-100 km/klst tíma upp á 7,9 sekúndur. Við gerum ráð fyrir að 77kWh verði undir venjulegu ID.Buzz’s 10,2-sekúndna 0-100 km/klst tíma.

Ekki aðeins mun drægni og afköst batna með 82kWh gerðinni, heldur einnig hleðslan. Hámarks hleðslugeta upp á 200kW þýðir að það er hægt að hlaða bílinn frá 10 til 80 prósent á 25 mínútum. Minni rafhlöðugerðin ætti að hafa sama 170kW hleðsluhraða og áður, þar sem 5 til 80 prósent hleðsla tekur 30 mínútur.

Fimm, sex eða sjö sæti

Mælaborðið á LWB-bílnum mun vera kunnuglegt öllum sem hafa eytt tíma á bak við stýrið á VW ID-bíl. Það er 12,9 tommu snertiskjár með nýjasta upplýsinga- og afþreyingarkerfi VW í miðju mælaborðsins (óbreytt frá venjulegum Buzz) og 5,3 tommu ökumannsskjá.

Loftslagsstýringaraðgerðir eru nú baklýstar svo farþegar í framsætum sjá þær betur á nóttunni og það er nýr sprettiskjár með hraða- og leiðsöguleiðbeiningum. Handhæga „ID Buzz geymsluhólfið“ er enn til staðar – er á milli ökumanns og farþega í framsæti.

Það eru þrenns konar mismunandi sætaskipan fyrir LWB-bílinn. Fimm sæta með tveimur fram og þremur að aftan, sex sæta með þremur röðum af tveimur eða sjö sæta með skiptingunni tvö-þrjú-tvö.

Í annarri röð er þriggja sæta skipulag sem staðalbúnaður, sem hægt er að fella niður í 40/60 skiptingu og hægt er að stilla sætisbakið um 16 gráður. Einnig er hægt að færa bekkinn fram og aftur um 200 mm. Að því er varðar þriðju sætaröðina eru þau einnig með stillanlegu baki, en hægt er að leggja þau niður eða fjarlægja alveg.

Farangursrými er mismunandi á milli hvaða sætaskipan er valin, en í LWB er það 1.340 lítrar með fimm sætum á sínum stað og 306 lítrar með sjö sætum á sínum stað. Hægt er að fjarlægja öll aftursætin til að búa til sendibílslíkt hleðslurými fyrir 2.469 lítra geymslurými.

VW hefur ekki tilkynnt hvaða útfærslustig LWB mun koma í en líklegt er að hann byrji með „1st Edition“ eða „fyrstu kynslóðar“ gerð með miklum búnaði sem staðalbúnað. Þar fyrir utan gætum við séð endurtekningu á stöðluðu gerðinni með „Life“ sem grunngerð og „Style“ sem best búnu gerðina, segir vefur Auto Express.

Enn betri bíll fyrir leigubifreiðastjóra

Það hefur þegar komið í ljós að leigubifreiðastjórar hafa rennt hýru auga að ID.Buzz en með lengri gerð með fleiri sætum og stærri rafhlöðu sem tryggir meiri drægni er klárt mál að þessi gerð er enn betur sniðinn að þörfum þeirra sem þurfa að flytja fleiri farþega eða farþega og farangur.

(byggt á grein Alastair Crooks – Auto Express – myndir: VW)

Fyrri grein

Í torfærum á Costa del Sol

Næsta grein

Svolítið ljótur fyrst en skánaði með árunum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Svolítið ljótur fyrst en skánaði með árunum

Svolítið ljótur fyrst en skánaði með árunum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.