Bíll ársins í Evrópu 2019:
Sjö bílar komnir í úrslit
Sjö keppinautar eru komnir á lista sem mögulegir sigurvegarar í val á Bíl ársins í Evrópu 2019, eftir forval meðal 60 dómnefndarmanna. Endanleg atkvæðagreiðsla til að ákveða hvaða bíll verður sigurvegari fer fram í mars 2019. Hver dómari mun hafa yfir að ráða 25 stigum sem þeir geta deilt á að minnsta kosti fimm tilnefningar og koma með sínar niðurstöðu fyrir valinu. Sigurvegarinn verður kynntur í aðdraganda alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf þann 4. mars 2019.
Bílarnir sjö eru þessir í stafrófsröð:
Alpine A110

Citroën C5 Aircross

Ford Focus

Jaguar I-Pace

Kia Ceed

Mercedes-Benz A-class

Peugeot 508

Bíll ársins er elsta og best þekkta meðal alla bílaverðlaun. Eftir aðra umferð aksturs og atkvæðagreiðslu fara verðlaunin til eins bíls, án undirflokka. Sigurvegari síðasta árs var Volvo XC40.
Það er áhugavert að horfa yfir þessa sjö keppinauta, allt frá sportlegum Renaullt Alpine og að rafdrifnum Jaguar I-Pace. Síðast þegar sportbíll vann, var það Porsche 928 árið 1978, svo þrátt fyrir að Alpine sé kominn í úrslitahópinn gætu sumir dómnefndarmannna álitið hann vera í minnihlutahóp.
Jaguar Pace gæti átt meiri möguleika, þar sem á meðal fyrri sigurvegara eru bílar á borð við Mk2 Prius, Leaf og Ampera, ásamt því að Tesla Model S og BMW i3 gerðu það gott á sínum.
Dómnefndarmönnum er frjálst að koma fram með mjög persónulega dóma byggt á því sem þeir telja er mikilvægt um bíl. Augljóslega eru spurningar um verð breytilegar eftir einstökum löndum, og sama á við um notagildi. Það sem virkar vel á dönskum vegum, er ekki að virka eins vel á Englandi eða Grikklandi, svo dæmi séu tekin.
Hins vegar eru allir dómnefndarmenn beðnir um að leggja sérstaka áherslu á tæknilega nýsköpun og virði fyrir peninga. Önnur atriði sem nefnd eru í flokkum verðlaunanna eru „hönnun, þægindi, öryggi, sparneytni, meðhöndlun, frammistaða, notagildi, umhverfisþættir, ánægja ökumanns og verð“.
Athygli hefur vakið í erlendum bílamiðlum að hin nýi BMW 3-sería er ekki hér á meðal. Skýringin sem hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum er að þótt bíllinn hafi verið gjaldgengur vegna þess að hann var kominn í sölu, en að hann hafi ekki verið tiltækur til prófana fyrir nægan fjölda dómnefndarmanna áður en lokaatkvæðagreiðslan fór fram.
?