Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 22:48
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Síðasta útilegan: Þegar allt fór úrskeiðis

Malín Brand Höf: Malín Brand
09/07/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
284 3
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Síðasta útilegan: Þegar allt fór úrskeiðis

Veiðiferð sem ákveðin var með skömmum fyrirvara reyndist tveimur Bandaríkjamönnum lærdómsrík. Hafi maður haldið að íslenska kvikmyndin Síðasta veiðiferðin sé einhver vitleysa þá er hér sönn saga sem er alveg ferleg!

„Við félagarnir fórum í veiðiferð og tókum ekkert nesti með annað en tvær kartöflur, maísmjöl, sólblómaolíu og agnarsmáa flösku af Tabasco-sósu. Við töldum enga þörf á að hafa neitt fleira matarkyns meðferðis þar sem við vorum sannfærðir um að við myndum fiska alveg svakalega. Já, bara eins og við höfðum alltaf gert á þessum stað. Hellingur af bjór en enginn matur.

Veiðiferðin var svona skyndihugdetta sem kom upp á föstudagsmorgni þegar við höfðum ekkert fyrir stafni og já, við hefðum alveg getað skipulagt þetta betur.

Ballið byrjar

Núnú. Dekk á hjólhýsinu sprakk á leiðinni. Ekkert mál, félagi minn hafði nú gætt þess að varadekk væri með í för. Varadekkið sýndist mér dálítið undið og lélegt, en ég pældi ekkert frekar í því. Ekki þá.

Við komumst á leiðarenda án frekari vandræða, settum bátinn á flot, komum græjunum fyrir og var ekkert að vanbúnaði. Veiðin gat hafist og nú skyldi fiskað.  

Skemmst er frá því að segja að við veiddum ekki bröndu. Fyrsta kvöldið átum við kartöflurnar og vorum staðráðnir í að snúa aftur til siðmenningarinnar strax næsta morgun. Að morgni næsta dags gáfum við nú skít í þá hugmynd og vorum á veiðum allan daginn og fengum okkur nokkra öllara. Dagurinn leið án þess að við borðuðum nokkuð.

Þegar leið á kvöldið gerði hungrið aftur rækilega vart við sig og ekki laust við að örvæntingin ágerðist innra með manni. Það var þá sem ég hleypti af einhverju glæsilegsta skoti sögunnar. Af báti á ferð sem skoppaði eins og korktappi á vatninu, skaut ég einu einasta skoti úr ömurlegum frethólki, Ruger .45, og viti menn! Ég hitti gæs af fimmtán metra færi.

Gæsin lufsaðist einhvern veginn ofan í vatnið og við hlógum eins og vitfirringar, báðir ruglaðir af sólinni og ætli ótæpileg áfengisdrykkja hafi ekki haft sitt að segja líka.

Félagi minn féll næstum útbyrðis þegar hann henti neti út til að ná fuglinum. Á leiðinni í land varð báturinn bensínlaus (af því að félaginn getur verið bölvaður ekkisens sauður og hafði skilið bensínbrúsann eftir við hjólhýsið) og næstu tuttugu mínúturnar hreyfðist báturinn ekki neitt því þarna var vatnsyfirborðið skyndilega orðið spegilslétt.

Já, við máttum því stikna í brennheitri sólinni úti á vatni þar til lítill bátur birtist, stappfullur af vel hífuðum unglingum. Góðglaðir hjálpuðu þeir okkur í land og til að launa þeim greiðann bauð ég þeim bjór og fram eftir kvöldi sátum við að sumbli með unglingunum.

Ekki var maður neitt glæsilegur á að líta; rauður eins og karfi, löðrandi sveittur og klæddur eins og ég veit ekki hvað. Jæja, nema hvað! Þegar við komum okkur loks í hjólhýsið var sólarhringur liðinn frá því við höfðum látið nokkuð annað en heitan Budweiser ofan í okkur.

Hafa ber í huga að við félagar erum báðir úr miðri Atlantaborg og hvorugur farið í skotveiði á ævinni. Þannig að við höfðum ekki græna glóru um hvernig gera ætti að fugli. Ég dró fram bitlausan hníf og hófst handa. Við hlógum eins og fífl og ég tætti blessaða gæsina þar til mótaði fyrir einhverju í líkingu við kjötbita. Eitthvað sem ég taldi mér trú um að væri hluti af bringu.

Í einhverri ofsahræðslu við sýkla og sjúkdómsvaldandi örverur ofeldaði ég auðvitað kjötið sem var ólseigt, bragðlaust og bara afskaplega ólystugt. Ég át þetta nú samt og meira til af hræinu sem var á víð og dreif í kringum okkur. Mjög subbulegt allt saman.

Vöknuðum daginn eftir alveg hörmulega illa á okkur komnir, sólbrenndir (neinei, engin sólarvörn), verkjaðir, timbraðir, svangir og flugnagerið sveimandi yfir öllu ógeðinu eftir okkur. Ætli það megi ekki teljast heppni að bjarndýr skyldi ekki hafa þefað okkur uppi um nóttina. Ekki það að ég hefði nú örugglega skotið það líka og etið.

Í þessum hugsunum miðjum rek ég augun í málmhring á fæti dauðrar gæsarinnar. Á honum stóð  „U.S. Wildlife Service“ og einhverjar tölur þar fyrir aftan. Ég varð alveg rosalega taugaveiklaður út af þessu, náði í girni, batt það sem eftir var af gæsargreyinu við grjóthnullung og kastaði út í vatnið.

Við hröðuðum okkur af stað og stoppuðum á fyrstu bensínstöðinni sem við sáum. Þar hámuðum við í okkur subbulegan skyndibita (engir veitingastaðir á svæðinu) og héldum loks ferðinni áfram. Þegar við vorum komnir á þokkalegasta hraða hvellsprakk varadekkið á hjólhýsinu.

Við það endastakkst báturinn, lenti á hjólhýsinu og félagi minn gjörsamlega brjálaðist. Hann missti gjörsamlega stjórn á sér því frændi hans átti bátinn.

Í ljós kom að það var ekkert farsímasamband á svæðinu og því ekki hægt að ná sambandi við AAA (bandaríska bifreiðaeigendasambandið). Nokkrir lögreglubílar óku framhjá meðan við reyndum að finna út úr málunum en enginn svo mikið sem hægði á sér.

Það endaði með því að við gengum tæplega tíu kílómetra til baka, meðfram þjóðveginum, með það sem eftir var af varadekksdruslunni því það var af einhverri fáránlegri gerð og stærð. Við lufsuðumst þetta til næsta bæjar, lúpulegir og vissum ekkert hvaða varadekk við áttum að kaupa þegar í Walmart var komið.

Jæja, við keyptum eitthvert dekk og vorum svo lánsamir að indæll eldri maður sá aumur á okkur félögunum og skutlaði okkur að bílnum. Við skiptum um dekk og sögðum ekki aukatekið orð það sem eftir lifði ferðar.

Ég hef ekki farið í útilegu síðan.“

Þannig var nú sagan af ferð félaganna tveggja en eðli máls samkvæmt kusu þeir að halda nöfnum sínum leyndum. Enda lágt á þeim risið eftir hrakfarirnar og villimannlegt atferlið. Sögunni deildi annar þeirra á vefnum Atlantafalcons.com fyrir fáeinum árum og hafa margir lesið hana og vonandi undirbúið sig betur fyrir veiðiferðir og útilegu.

Ljósmyndir/Unsplash.com

Fleiri sögur af bílum og klaufalegu fólki: 

Gleymdi hvar hann lagði bílnum: Svo liðu 20 ár

Frænkurnar og bílauppboðið

Varð afbrýðisöm út í bílinn

?Algjör skúrkur: Sagan af Darren og Dave

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Svona fagna þeir víst í Alaska

Næsta grein

Bíllinn sem sökk með Titanic

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Bíllinn sem sökk með Titanic

Bíllinn sem sökk með Titanic

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.