Subaru sýnir nýja bíla á bílasýningunni í Tókýó
Sérútgáfu af VRX fyrir heimamarkað og alveg nýjan Subaru Levorg

Subaru beinir athyglinni að Japan þegar bílasýningin opnar í Tókýó í næsta mánuði, og forsýna nýjan WRX STI, sérútgáfu fyrir heimamarkaðinn ásamt næstu kynslóð hins vinsæla Levorg, að því er fram kemur í frétt á vef Automotive News..
Subaru mun afhjúpa sérútgáfu WRX STI fólksbifreiðar þegar bifreiðaframleiðandinn telur niður til þess a hætta að nota 2,0 lítra, fjögurra strokka túrbó EJ20 vélina.
Sú drifrás hefur verið í boðin í ýmsum gerðum í Japan síðan 1989. En bandaríska útgáfan af WRX STI fær stærri túrbóvél með 2,5 lítra fjögurra strokka vél sem kallast EJ25.
Subaru mun einnig sýna væntanlega hönnun, eins og þeir hafa gefið undir fótinn með því að sýna Viziv Adrenaline hugmyndabílinn. Sá bíll var fyrst sýndur í mars á þessu ári á bílasýningunni í Genf.
Hálfgerð „felumynd“ af Levorg sýnir sportlegri afstöðu með vöðvastæltum afturenda og uppsveifluðum hliðargluggum sem minnir á hönnun Ascent og Outback „crossover“.
Sýningarbíllinn verður „frumgerð“ endurhönnunarinnar, að sögn Subaru. Þeir buðu ekki upp á miklar upplýsingar um Levorg, nema að segja að það sýni nýjustu nýjustu tækni vörumerkisins.
Subaru kynnti Levorg árið 2014. Hann er framleiddur í Gunma verksmiðjunni Subaru í Japan.

?



