Sara Sigmundsdóttir er fulltrúi Volkswagen

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Falleg hönnun og gríðarlegur kraftur

Sara Sigmundsdóttir er nýr fulltrúi vörmerkis Volkswagen.

Sara sem er eins og flestir vita ein fremsta Crossfit stjarna heims landaði þessum glæsilega samningi nú í vikunni.

Sara, sem er 28 ára og nemur sálfræði á milli þess sem hún setur met í Crossfit íþróttinni. Hún er að vonum ánægð með útnefninguna og samninginn og segir Volkswagen henta sér fullkomlega, falleg hönnun og gríðarlegur kraftur.

Draumabíll Söru Sigmundsdóttur, VW T-Roc R.

Jost Capito framkvæmdastjóri Volkswagen R teymisins segir að metnaður Söru sé ótrúlegur og árangur hennar í íþróttum endurspegli kjarna hönnunar og virkni Volkswagen R.

Sara býr í Njarðvíkunum og segist vera mjög stolt af því að fá að vinna með Volkswagen. Draumabíll Söru er Volkswagen T-Roc R. „Ég áttaði mig strax þegar ég settist inn í þennan bíla að þetta var bíll drauma minna” sagði Sara.

Við óskum Söru innilega til hamingju með árangurinn.

Svipaðar greinar