Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 16:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sagan á bak við nokkur kunnugleg bílamerki

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
26/02/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
291 22
0
150
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sagan á bak við nokkur kunnugleg bílamerki

Við þekkjum öll merki bílaframleiðenda. Við sjáum þau á hverjum degi á götunum og í innkeyrslunni okkar, og með hverju þeirrar er verið að kynna vörumerki sem mun sitja í huga hugsanlega viðskiptavina til frambúðar.

En þó að bílamerkin hafi með tímanum orðið fágaðri og nútímavæddari, þá eru þau enn hluti af sögunni. Svo hverjar eru sögurnar á bakvið merkin – af hverju er Audi með fjóra fléttaða hringi, Peugeot ljón og Vauxhall „skrímsli“? Við ætlum að skoða nokkur þeirra nánar.

Merki Porsche

Stofnað: 1948.

Porsche skjöldurinn var fyrst hugsaður árið 1952, áður en hann kom fram á 356 árið 1954. Stílfærð horn og ríkislitirnir rauðir og svartir enduróma skjaldarmerki Württemberg-Baden, svæðið í kringum Stuttgart í Þýskalandi þar sem fyrirtækið hafði aðsetur. Þá birtist svartur hesturinn úr skjaldarmerki Stuttgart og lagði áherslu á tengsl Porsche við borgina.

Það lýsti einnig krafti bílanna sem Porsche yrði frægur fyrir. Porsche skjöldurinn er einn af fáum sem hafa vart breyst í áranna rás, að undanskildum örlítið lagfærðu letri og sléttun á útlínum hestsins.

Merki Mercedes-Benz

Stofnað: 1926.

Þriggja stjörnu Mercedes-Benz varð skrásett vörumerki árið 1925, rétt fyrir samruna DMG (Daimler) og Benz & Cie árið 1926, sem skapaði vörumerkið eins og við þekkjum það í dag.

Stjarnan táknar notkun Daimler-mótora á landi, til sjós og í lofti og var sameinað lárberjakransi Benz á fyrstu merkjum.

Árið 1933 var fyrsta form nútímamerkisins búið til – svartur hringrás með skuggamynd Mercedes-stjörnunnar að innan. Stjörnunni, lárberjakransinum og letri var sleppt og stjarnan ein notuð í staðinn á tíunda áratugnum.

Merki Renault

Stofnað: 1898.

?

Þegar merki Renault var fyrst hannað árið 1900 samanstóð það af samtvinnuðum upphafsstöfum Renault-bræðranna Louis, Marcel og Fernand. Merkið var upphaflega hringlaga framan á bílnum sem var skorið út þar sem flautan var á bak við merkið og hljóðið þurfti heyrast.

Merkið gekk í gegnum margar umbreytingar áður en það þróaðist í demant árið 1925. Síðan þá hefur það verið þróað í þrívíddarmerki sem við þekkjum núna. Guli liturinn sem er víða tengdur vörumerkinu var fyrst felldur inn í hönnunina árið 1946, þegar fyrirtækið var þjóðnýtt í Frakklandi.

Merki Audi

Stofnað: 1899.

Hver af fjórum samtengdum hringjum Audi táknar einn af fjórum áður óháðum framleiðendum – Audi, DKW, Horch og Wanderer – sem sameinuðust til að búa til nútíma Audi AG.

Samtengdir hringir tákna einingu þessara fjögurra stofnendafyrirtækja, en hverju af þessum fjórum vörumerkjunum var úthlutað ákveðnum markaðshluta innan samstæðunnar.

DKW tók ábyrgð á mótorhjólum og litlum bílum; Wanderer smíðaði meðalstóra bíla; Audi smíðaði bíla í lúxus meðalstærðarflokki og orch framleiddi lúxusbíla í toppflokki.

Merki Vauxhall

Stofnað: 1903.

Vauxhall „griffin“ eða skrímslið var fyrst notaður á skjaldarmerki Fulks le Breant, málaliða eða hermanns, sem John kóngur veitti tiltilinn „ Manor of Luton“ á 13. öld og gaf honum hús í Lambeth, London. Hann nefndi bygginguna „Fulks hall“, og með tímanum breyttist nafnið í „Vauxhall“.

Vauxhall Ironworks-verksmiðjuranar tók síðar upp „griffin“ sem lógó árið 1857 og héldu því áfram árið 1903 þegar það varð að bílafyrirtækinu sem við þekkjum nú.

Merki Peugeot

Stofnað: 1887.

Peugeot ljónið hefur gengið í gegnum nokkrar stórkostlegar breytingar á ævinni. Árið 1847, þegar Peugeot framleiddi sagarblöð og önnur verkfæri, var ljónið valið sem lógó til að endurspegla styrk og sveigjanleika sagarblaðana.

Ýmsum útgáfum af gylltu ljóninu var að lokum skipt út fyrir nýja kynslóð lógósins – ljónið í útlínum kom með 604 árið 1975. Það hefur lítið breyst síðan þá og þróaðist í fljótandi hönnun, þar til  nú að enn ný útgáfa að merkinu var kynnt.

Merki Citroen

Stofnað: 1919.

Á ferð til Póllands árið 1890 uppgötvaði Andre Citroen gírskurðarferli sem var byggt á hönnun með V-laga ferli („chevron“). Citroen leit á þetta sem leiðina til að hefja feril sinn í framleiðslu og því árið 1919, þegar hann byrjaði að smíða ökutæki, tók hann upp tvöfalda V-laga merkið sem merki sitt.

Auðvitað hefur það orðið mikil breyting á árunum þar á milli, en það var ekki fyrr en á níunda áratugnum að bláa og gula litnum var fórnað og hvítt og rautt kom í staðinn til að fá kraftmeira útlit.

Merki Skoda

Stofnað: 1895.

Skoda nafnið kom ekki fram fyrr en 1926 – um það bil 30 árum eftir að fyrirtækið fæddist (það var upphaflega kallað Laurin og Klement eftir stofnendunum).

Með nafnbreytingunni fylgdi nútímamerkið.

Uppruni vængjaðrar örvar er óþekktur, þó sögusagnir bendi til þess að hringurinn tákni heiminn, vængirnir tækniframfarir og örin háþróaðar framleiðsluaðferðir. Það var ekki fyrr en árið 1999 sem skjöldurinn fékk núverandi liti. Skoda kynnti nýjasta merkið sitt á bílasýningunni í Genf 2011.

(byggt á samantekt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Nýtt lógó Peugeot kynnt

Næsta grein

Toyota þróar kerfi fyrir vetniseldsneyti

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Toyota þróar kerfi fyrir vetniseldsneyti

Toyota þróar kerfi fyrir vetniseldsneyti

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.