Saga kei-bílsins

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Saga kei bílsins

Við höfum hér undanfarið verið að sýna myndir af nýjum hugmyndabílum sem sýndir verða á bílasýningunni í Tókýó sem hefst í næstu viku [ath. skrifað 2019]. Þar hefur hugtakið „kei-bíll“ komið við sögu og skoðum það því nánar.

Hugtakið “Kei-car” eða Kei-bíllinn í Japan varð til fyrir tæpum 70 árum, sem svar Japana við uppbyggingu eftir heimsstyrjöldina síðari og áherslu á að fleiri fjölskyldur gætu eignast bíl, en áhersla á hagkerfið hefur ekki aftrað bílaframleiðendum frá því að vera mjög skapandi.

Þessi flokkur bíla varð til sem ný gerð farartækja með skattaívilnunum sem þjónuðu því hlutverki að stuðla að sjálfstæði fjölskyldna og auka hreyfanleika. Þessari gerð bíla var hleypt af stokkunum árið 1949 með 150 cc mörkum í vélarstærð.

Þegar þessi mörk í vélarstærð voru aukin í 360 cc árið 1955 fóru hlutirnir að taka við sér og snemma á sjöunda áratugnum var fjöldi örsmárra ökutækja á ferðinni um götur Japans.

Kei-bílaflokkur er enn til, en í áratugi hefur fjárhagslegur hvati fyrir kaupendur kei-bíla stöðugt minnkað og sennilega líður ekki á löngu þar til þessir bílar hverfa með öllu. Hér á eftir verður skoðað með augum Autocar í Englandi hvernig fyrirbærið kei-bíll þróaðist, auk nokkurra skemmtilega hannaðra bíla sem sýna að stundum koma bestu hlutirnir í litlum pakka.

Frá miðjum sjötta áratugnum, á meðan mikill vöxtur var í bílasmíði í Evrópu, var kei-bíllinn í Japan að ná fótfestu.
Suzuki Suzulight (1955)
Subaru 360 (1958)
Mazda R360 (1960)
Suzuki Fronte (1962)
Mitsubishi Minica (1962)
Honda N360 (1967)
Daihatsu Fellow (1968)
Honda Vamos (1970)
Suzuki LJ (1970)
Honda Life Step Van (1972)
Suzuki Cervo (1977)
Honda Today (1985)
Daihatsu Leeza (1986)
Honda Beat (1991)
Suzuki Cappuccino (1991)
Autozam AZ-1 (1992)
Daihatsu Midget II (1996)
Smart ForTwo K (2001)
Daihatsu Copen (2002)
Suzuki Twin (2003)
Mitsubishi i (2006)
Honda N-One (2012)
Suzuki Hustler (2014)
Daihatsu Move Canbus (2014)
Greinin birtist fyrst í október 2019.

Svipaðar greinar