Rúmlega þrjú þúsund nýrra bíla af merkjum BL á götuna 2021
– 70% heimila velja nýorkubíla
Rúmlega 23% allra fólks- og sendibíla, sem nýskráðir voru hér á landi á síðasta ári voru frá einhverjum af þeim ellefu framleiðendum sem BL hefur umboð fyrir hér á landi, alls 3.253 að tölu, þar af 2.908 fólksbílar og 345 sendibílar eða pallbílar, sem fjöldi einstaklinga velur m.a. sem fjölskyldubíl heimilisins fremur en hefðbundinn fólksbíl.

Af heildarfjöldanum voru 63% nýorkubílar, annað hvort 100% rafbílar, tengiltvinn- eða tvinnbílar.
Aukning í bílasölu BL á liðnu ári nam 47,5 prósentum borið saman við 2020 og var Hyundai söluhæsta merki BL á árinu og fjórða söluhæsta fólksbílamerki landsins.

121% aukning hjá BL í desember
Bílasala BL gekk vonum framar í desembermánuði þrátt fyrir ýmsar takmarkaðnir og eðlilegar varúðarráðstafanir af völdum veirunnar. Alls voru 322 fólks- og sendibílar nýskráðir á aðventunni samanborið við 146 árið 2020 og nam aukningin 121%.

Af helstu sölumerkjum BL í desember má nefna Hyundai með 99 nýskráningar, Dacia með 57 og MG og Renault 84, þar sem hvort merki um sig var með rúmlega 40 nýskráningar.
Alls nam hlutdeild BL á markaðnum í desember 24,5%.
Rúm 70% heimila kjósa nýorkuna
Í heildarsölu BL í desember voru nýorkubílarnir áberandi með alls 204 nýskráningar eða 63% skráninganna. Rafbílar voru 93 með MG í forystusætinu, einkum Marvel R. Í kjölfar hans röðuðu sér Hyundai og Nissan, þar sem Kona og Ioniq 5 voru helstir auk Leaf frá Nissan.

Tengiltvinnbílarnir voru 111 frá BL í mánuðinum. Þar var Hyundai helstur auk BMW og Renault.
Frá því að fyrstu rafmagns- og tengiltvinnbílarnir komu á markað hér á landi árið 2012 hefur vegur þeirra farið vaxandi æ síðan og á síðasta ári völdu 70,4% einstaklinga slíkan kost í stað bensín- eða dísilbíls.

40 mismunandi gerðir nýorkubíla
Frá og með nk. föstudegi 7. janúar kynnir BL fjölbreytt úrval nýorkubíla, en alls býður BL 40 mismunandi útfærslur vistmildra bíla í sýningarsölunum í Reykjavík og Garðabæ. Niðurfelling ívilnunar tengiltvinnbíla lækkaði um helming um áramótin og mun leggjast alfarið af á næstu mánuðum.
Mikil eftirspurn er því eftir vistvænum bílum í dag. BL á fjölda vistvænna bíla til afgreiðslu strax, m.a. nýjustu viðbót fyrirtækisins í þessum flokki sem er Range Rover Velar PHEV, sem kynntur verður sérstaklega á föstudag og laugardag, ásamt öðrum vistvænum bílum.



