Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:22
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rúmeninn sem táraðist vegna Dacia

Malín Brand Höf: Malín Brand
16/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fyrir fáeinum árum hitti ég hér á landi atvinnubílstjóra frá Rúmeníu. Samtalið var fremur stirðbusalegt í upphafi og velti ég fyrir mér hvað við gætum rætt um, eitthvað tengt heimalandi hans, til að bæði brjóta og bræða ísinn. Fyrir utan þá hrollköldu staðreynd að hann talaði ekkert þeirra tungumála sem ég tala og auðvitað öfugt.

Ekki vildi ég ræða um Drakúla greifa og hugarflug mitt rambaði á sorglegum fátæktarmörkum þegar loks kviknaði á flöktandi peru í heilabúinu: Dacia!

Ekki bara bíltegund

Rúmeninn varð svo glaður þegar hann áttaði sig á hvað ég var að tala um, að honum vöknaði um augu. Kannski var hann líka dálítið dapur vegna þeirrar staðreyndar að ég og við flest berum nafnið Dacia rangt fram, en hann varð líka angurvær við tenginguna. Þurfti ég að skrifa D-A-C-I-A niður á blað og þá hrópaði maðurinn: „Ah! Dattsíja! Haha! My home!“

Ekki svo að skilja að maðurinn byggi í bíl af gerðinni Dacia, heldur virðist hann hafa átt við að í fyrndinni hét það landsvæði Dacia sem við þekkjum í dag sem Rúmeníu. Nú veit ég að Dacia var heiti á rómversku skattlandi fyrir svakalega löngu síðan en ekkert vissi ég um það þá.

Auðvitað tókst mér að misskilja þetta, enda ekki flókið þegar einu snertifletir „samtalsins“ voru orðin „home“ og „Dacia“. Þess vegna hélt ég að svo ótrúlega vildi til að þessi tiltekni Rúmeni, af þeim tæplega tuttugu milljónum sem byggja það land, væri frá agnarsmáu þorpi sem nefndist Dacia. Alveg eins og bíllinn! Og þar, í litla þorpinu, væri þessi vinsæli bíll einmitt framleiddur.

Jájá, þetta er nú ekkert til að hafa mörg orð um en í það minnsta gátum við „talað“ saman í þessum bíltúr okkar sem tók 20 mínútur. Þetta var að sumri til, árið 2017, og nóg af ferðamönnum. Í hvert skipti sem við mættum bíl af gerðinni Dacia (sem var æði oft) bentum við bæði, sögðum Dacia og hlógum…

Frekar kjánalegt og gott að bílferðin var ekki lengri en raun bar vitni.

Vinsæll, einfaldur og nokkuð góður

Dacia er á vissan hátt merki um góðæri hér á landi; þegar þeir eru út um allt þá er fullt af ferðamönnum. Dacia hefur verið afar vinsæl tegund hjá bílaleigum landsins undanfarin ár. Lítum á tölurnar:

Af nýskráðum bifreiðum árið 2014 voru 166 af gerðinni Dacia (smellið á hlekkinn að ofan fyrir heildarfjölda bifreiða). Árið eftir, 2015 voru þeir 386, 781 árið 2016 og haldið ykkur nú fast! 1056 árið 2017 og var það metár. 2018 voru þeir 725, 747 árið 2019 og framhaldið þekkjum við.

Staðreyndin er sú að af 30 vinsælustu tegundunum af skráðum ökutækjum á Íslandi er Dacia númer 22 og eru bílar af þeirri gerð 4.320 talsins.

Dacia er kannski þeirra „lopapeysa“

Þó svo að það hafi verið misskilningur að Rúmeninn væri frá bænum Dacia og að Dacia-verksmiðjan væri fjölskyldufyrirtækið þá er það nú svo að Rúmenar eru stoltir af tegundinni sinni – sem framleidd hefur verið frá árinu 1966. Það eiga margir Rúmenar eilítið í Dacia; hvort heldur er nafninu sjálfu eða því sem framleitt er í heimalandinu. Eða kannski á Dacia stað í hjarta Rúmena.

Rétt eins og lopapeysan, lýsið og rammíslenski hesturinn tendra logann í brjósti Íslendings í útlandinu þá gerir Dacia sennilega eitthvað svipað fyrir hið rúmenska hjarta þegar það er fjarri heimahögunum.

Reynum svo að bera þetta rétt fram! DATTSÍJA! Eða ekki. Rúmenarnir geta í það minnsta hlegið að okkur og með!  

[Birtist fyrst í júní 2021]
Fyrri grein

Fimmtíu milljónir Mercedes-Benz

Næsta grein

Stórvarasamur bílaþvottur

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Stórvarasamur bílaþvottur

Stórvarasamur bílaþvottur

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.