Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 21:57
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rimac Nevera: Loksins kominn á götuna

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
20/07/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Rimac Nevera: Loksins kominn á götuna

Fyrsti framleiðslubíllinn frá Rimac er loksins tilbúinn og kominn á götuna.

Við höfum öðru hvoru fjallað um „ofursportbíla“ á vefnum okkar, og þar á meðal Rimac. Núna er „farið að birta á jökulinn“ hjá þeim og norski bílavefurinn BilNorge var með frétt um Rimac í gær:

Eftir fimm ára þróun og prófanir – þar á meðal þrjár kynslóðir af driflínu, 18 frumgerðir og fullt af árekstraprófunum, var Rimac Nevera loksins samþykktur til framleiðslu.

Reyndar sáum við Rimac í fyrsta skipti á sýningunni í Frankfurt árið 2011 og núna verður bíllinn handsmíðaður í allt að fimmtíu eintökum á ári og afhentur væntanlegum viðskiptavinum um allan heim.

Rimac í vetrarprófunum í Norður Svíþjóð

Í apríl sagði BilNorge frá því að Rimac-bíllinn hafi verið  prófaður í snjó og kulda í Norður-Svíþjóð:

Veturinn hefur verið óvenju hlýr í Norður-Svíþjóð og því hafa flestar prófanir farið fram á nóttunni þegar hitinn fer í mínus 15 gráður.

Verkfræðingarnir hafa unnið að fínstillingu ABS, ESP og „torque vectoring“ áður en fyrstu framleiðslubílarnir verða afhentir eftir nokkra mánuði.

Rafbíllinn er nú þegar samþykktur fyrir Bandaríkin og ESB, en til að tryggja að öll kerfi virki sem best við allar aðstæður, ferðaðist Rimac til Svíþjóðar til að sannreyna þann árangur sem þeir hafa áður náð á veginum og í loftslagsklefanum.

Það var líka gott tækifæri til að prófa vetrardekk Rimac sem mælt er með – Pirelli P Zero Winter – við raunhæfar aðstæður. Dekkin hafa verið þróuð í nánu samstarfi Rimac og Pirelli, en króatíski framleiðandinn hefur valið Michelin Pilot Sport 4S til notkunar á sumrin.

„Prófið gaf okkur frábært tækifæri til að athuga hvort allt virkaði fullkomlega í lágum hita. Hlutirnir gerast mun hægar á ís en á malbiki og eftir þessar vikur höfum við séð nákvæmlega þær niðurstöður sem við vorum að leita að,“ segir Miroslav Zrn?evi?, prófunar- og þróunarstjóri Bugatti Rimac.

Bíllinn með framleiðslunúmer # 000 var nýlega frumsýndur á Goodwood, framleiddur í Callisto Green með Sand Alcantara innréttingu. Þessum bíl mun Bugatti Rimac halda sem kynningar- og markaðsmódeli

En það líður ekki á löngu þar til fyrstu viðskiptavinirnir fá bílana sína – nokkrir bílar eru þegar í framleiðslu; ferli sem tekur fimm vikur. Rimac er með 25 umboð sem dreifð eru um Bandaríkin, Evrópu, Miðausturlönd og Asíu.

Rimac segir að framleiðsla fyrsta árs sé þegar seld, svo hér þarf bara að sýna þolinmæði – eitthvað sem viðskiptavinir rafbíla eru vanir. Samkvæmt áætlun verða smíðaðir alls um 150 bílar – hver þeirra sérsniðinn og einstakur.

Nevera er þróað frá grunni og flest kerfi og íhlutir eru smíðaðir „á staðnum“. Annað var ekki nógu gott til að fullnægja ströngum kröfum Mate Rimac. Driflínan hefur meðal annars verið endurhönnuð þrisvar sinnum – í hvert sinn með auknu afli í kjölfarið.

Rimac hefur einnig þróað sinn eigin rafhlöðupakka upp á 150 kWt sem hluta af burðarvirkinu.

Sá öflugasti

Við fyrri prófanir á bílnum hefur komið í ljós að hann er öflugur, með fjóra mótora, einn í hverju horni af samtals u.þ.b. 1900 hestöflum, gerir það að verkum að bíllinn nær 300 km/klst 2,5 sekúndum hraðar en þeir höfðu búist við. Nú tekur það 9,3 sekúndur.

Mikil vinna að baki

„Í upphafi Nevera-ferðalagsins bjuggum við til við þúsundir sýndarhermingar og gerðum tilraunir með mismunandi hönnun áður en við bjuggum til fyrstu frumgerðina hæfa til aksturs,“ segir Mate Rimac.

„Á þeim tíma störfuðu um 300 manns í fyrirtækinu. Þegar við förum nú í framleiðslu höfum við fimmfaldast í 1.500 starfsmenn og erum komin vel á veg með nýja Rimac svæðið okkar sem er 100.000 fermetrar.“

Og við getum fræðst nánar og fengið meiri upplýsingar frá Mate Remac með því að smella á vídeóið hér að neðan:

Tengdar greinar:

Rimac Nevera er mættur til leiks

Ofursportbíll frá Króatíu frumsýndur í Genf

Porsche er nýbúið að kaupa stærri hlut í Rimac

Fyrri grein

Fara yfir til Mexíkó með fornbílana

Næsta grein

Skipti um dekk á bíl… á ferð!

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Skipti um dekk á bíl… á ferð!

Skipti um dekk á bíl… á ferð!

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.