Reynsluakstur:
Jeep Wrangler Rubicon
,
árgerð
2021
Umboð:
Ísband
Öflugur jeppi, mikið afl: 273 + 100 hestöfl, rásfastur með mikla veghæð
Rafhlaðan endist ekki nema í 30 km. í blönduðum akstri - mætti vera stærri, stigbrettin eru fyrir við útstig (hætta á óhreinindum)

Er enn alvöru öflugur jeppi – og rafmagnið komið í viðbót

Reynsluakstur Jeep Wrangler 4Xe Rubicon Launch Edition

Allt frá því að Jeep kom fram með sinn eina sanna jeppa fyrir um 75 árum hefur átt sér mikil þróun á þessu sviði bíla. En vörumerkið Jeep hefur haldið sig við upphaflega markmiðið og framleitt sína bíla byggða á upphaflegu hugsuninni – duglega fjórhjóladrifna bíla með háu og lágu drifi og góða torfærueiginleika.

En í áranna rás hafa komið fram ýmis afbrigði af bílnum, hann hefur stækkað og miklum þægindabúnaði hefur verið bætt við. Meðal þessara bíla má nefna Jeep Cherokee í nokkrum gerðum og stærðum, þar á meðal Grand Cherokee, Liberty og Compass, svo nokkrir séu nefndir sem dæmi.

Sá sem þetta skrifar hefur átt nokkra bíla í þessum hópi og haft aðgang að öðrum og á síðustu árum allt frá Jeep Liberty og í dag Jeep Compass.

En það er ein gerð sem fékk að þróast beint frá gamla góða herjeppanum og landbúnaðarjeppanum sem kom í framhaldinu, en það er Jeep Wrangler. Þessa gerð þekki ég minna, og hef aðeins reynsluekið slíkum bílum með löngu millibili.

Það vakti því athygli mína þegar Jeep tilkynnti um að Jeep Wrangler myndi einnig verða „rafmagnaður“ á svipaðan hátt og Jeep Compass 4xe og Jeep Renegade 4xe, og núna er hann kominn til landsins og er í stuttum reynsluakstri hjá okkur í dag.

Stór og stæðilegur alvöru jeppi

Ísband kynnir bílinn í tveimur útfærslum, sem Wrangler Rubicin og síðan sérútgáfu vegna frumsýningarinnar: Wrangler Rubicon Launch Edition, sem er enn betur búin en grunngerðin.

Það leynir sér ekki við fyrstu sýn að þetta er alvöru jeppi – með alvöru fjórhjóladrif. Öflugir brettakantar með svartir brún og 32 tommu BF Goodrich Mudtrack dekkin, öflug dekk með grófu mynstri, sem er samt ótrúlega hljóðlát í akstri. Breitt stigbretti á milli brettakantana undirstrikar útlitið enn frekar.

Annað smáatrið frá upphaflega jeppanum er enn til staðar, en það eru smellurnar til að læsa vélarhlífinni. Í dag úr sterku plastefni í stað járnkrókana í gamla daga.

Wrangler 4Xe 2021 er ný byrjun í heimi alvöru jeppa. Og þetta er aðeins byrjunin þar sem vörumerkið mun rafvæða allt svið bíla sinna, þegar erum við búin að fá Rengade og Compass með þessum búnaði og núna einnig Wrangler og allt sem kemur í framtíðinni mun einnig vera með í þessum hópi.

Fyrir utan rafbláu áherslurnar í innréttingunni, húddmerki, merki og viðbótar hleðslugátt væri erfitt að aðgreina 4Xe úr hópi annarra Wrangler-jeppa. Eini munurinn er þegar hann rúllar nánast hljóðlaust af stað á rafmagninu.

Og allt sem kaupendurnir hafa kunnað að meta við Wrangler er greinilega enn til staðar án mikillar málamiðlunar. Wrangler 4Xe býður enn upp á vaðdýpt allt að 70 sentímetrum, um 500 kílóa burðargetu og um 1.600 kílóa dráttargetu.

Eitt af því fá sem auðkennir Wrangler 4xe frá venjulegu útgáfu jeppans er hleðslutengið sem er fyrir framan bílstjórahurðina.
Og hér er horft inn í tengið.

Fyrir þá sem þekkja Wrangler er plássið inni í bílnum næstum það sama, nema rafhlöðupakkinn er nú undir aftursætunum. Það breytir ekki miklu en það þýðir að það þarf að velta setunni fram og leggja síðan sætisbakið fram og niður.

Setið hátt og góð yfirsýn

Það þarf aðeins að „klifra upp“ til að setjast inn í þessa útgáfu af Wrangler. Gagnstætt „fínni gerðunum“ – eða Jeep Cherokee og Grand Cherokee er aðeins þrengra að setjast inn, en þegar þangað er komið er afstaðan fín og góð yfirsýn yfir öll stjórntæki og fram á veginn.

Líkt og öðrum jeppum frá Jeep eru stórir hringlaga mælar fyrir framan ökumann sem sýna snúningshraða vélarinnar og ökuhraðann.

Á milli þeirra er er tölvuskjár þar sem hægt er að kalla fram ýmsar upplýsingar um bílinn, eyðslu, stöðu á rafhlöðu, loftþrýsting í dekkjum og margt fleira með því að nota flettihnapp í stýrinu.

Eins og hér sést er góð yfirsýn yfir allt sem skiptir máli við aksturinn.
Það fer ekki á milli mála að hér erum við að tala um „alvöru jeppa“, engin „snúningstakki“ til að velja drifstillingar eða skipta í lágt eða hátt drif. Alvoru skiptistöng við hliðiina á skiptistöng sjálfskiptingarinnar, og ef ekið er í torfærum er gítstöngin einfaldleg færð til hliðar í átt að ökumanninum og þá er hægt að skipta handvirkt á milli gíra.

Hægt að kalla fram mikið af upplýsingum

En það er hægt að kalla fram enn meira af upplýsingum á stórum miðjuskjá í mælaborðinu. Þar er hægt að fletta á milli miðla og útvarps, stýringa á miðstöð og loftlagskerfis, stýringa á hita á stýri og í framsætum, bæði fyrir ökumann og farþega.

Einnig er hægt að skoða öpp sem eru í boði, opna leiðsögukerfið, skjá fyrir símann og einnig nýjung sem er myndavél að framan, sem sýnir nánasta umhverfi fyrir framan bílinn alveg að stuðaranum.

Þetta er sko tækni sem hefði verið gott að hafa hér í gamla daga þegar verið var að þræða Gæsavatnaleiðina og stundum þurfti að stoppa og fara fram fyrir bílinn og skoða hvort bíllinn væri að sleppa fram hjá stórum steinum.

Þá eru hægt á þessum miðjuskjá að kalla fram viðbótarupplýsingar um bílinn á síðu sem heitir „Offroad Pages“ eða „torfærusíður“.

Þar á meðal eru þessar síður:

Skjámynd sem sýnir hitastig í ýmsum einingum, svo sem hitastig kælivökva, olíu, spennur rafgeymis, hitastig í skiptingu og olíuuþrýsting.
Og hér er önnur skjámynd sem sýnir stöðu drifkerfanna, hvaða kerfi eru tengd, hvort driflæsingar eru tengdar og hvort jafnvægisstöng sé tengd eða ótengd, en hægt er að aftengja hana í akstri í torfærum til að gera hreyfingar bílsins liðlegri.
Og þessi skjámynd sýnir halla bílsins bæði fram og aftur í gráðum. Þar fyrir neðan er borði sem sýnir hvað hlutar drifs eru tengdir, hvar bíllinn er staddur í gráðum lengdar og breiddar og aftast er gefið upp í hvaða hæð í metrum hann er staddur miðað við sjávarmál.

Til viðbótar má nefna að þegar verið er að aka og miðjuskjárinn er stilltur á útvarpið, er hægt með einni fingursnertingu að kalla fram annan skjá í miðjunni sem sýnir leiðsögukerfið og hvert er verið að aka.

Það er ágætt aðgengi að Wrangler – að vísu ekki eins breiðar hurðir og í bræðrum hans – Cherokee og Grand Cherokee – en þegar inn er komið fer vel um ökumanninn. Það þarf aðeins að sýna aðgát að reka sig ekki í öflugt stigbrettið þegar farið er út úr bílnum, því það gæti kallað á óhreinidi á buxnaskálmunum.
Það fer ágætlega um farþega í aftursætinu. Pétur félagi minn er með hávaxnari og þreknari mönnum, en það fór vel um hann hér, og bílstjórasætið var í stillingu frekar aftarlega.
Það er hægt að opna bara neðri hlutann að aftan þegar það þarf bara að setja inn smáhluti…
… en það er síðna hægt að sveifla efri hlutanum upp með einni handarhreyfingu ef þörf er á meira aðgengi.
Það eru góð hljómtæki í Wrangler Rubicon Launch Edition, og það er undirstrikað með þessu öfluga „bassaboxi“ í farangursrýminu.
Og það er ekki slakað á örygginu, því öflugur veltibogi er til staðar í afturhluta bílsins.
Við afturhlerann er upplýsingaspjald um bílinn, stærðir og vaðdýptina, sem er 70 sentímetrar.
Öllum rafblámáluðu hlutunum á þessum undirvagni hefur verið bætt við eða breytt fyrir 4Xe. Jeep smíðaði Wrangler 4Xe með 2.0L fjögurra strokka túrbóvélinni og bættist síðan við rafknúnu tvinndrifkerfi. Tvinnkerfið (PHEV) inniheldur tvo rafmótora, einn áfastan við vélina og einn í gírkassasamstæðunni og rafhlöðupakka undir aftursætum. Allt í allt, bæta þessir rafmagnsíhlutir á bilinu 225-315 kg við þyngd á venjulegum Wrangler.

Rafhlaðan mætti vera aðeins stærri

400W 17kWh rafhlöðupakkinn býður upp á liðlega 33 kílómetra aksturssvið samkvæmt tæknilýsingu Jeep. Þegar ég tók við bílnum fullhlöðnum við aðsetur Ísband í Mosfellsbænum sýndi mælaborðið að bíllinn væri með 30 kílómetra aksturssvið á rafmagninu.

Þessi „rafmagnsskammtur“ er fyrst og fremst hugsaður til hljóðláts og þægilegs aksturs innanbæjar, en það var freistandi að stilla á „hybrid“ stillinguna, þar sem hægt er að sameina aflið frá 273 hestafla bensínvélinni og 100 hestafla rafmótornum og fá þannig „alvöru“ afl og viðbragð.

Þetta þýddi einfaldlega það að það tók ekki langa stund að klára rafmagnið „af tankinum“ og eftir það var bara bensínvélinni til að dreifa.

Þrjár akstursstillingar

Wrangler 4Xe hefur úr þremur aksturs að velja. Hybrid stilling er sjálfgefin og hún forgangsraðar hagkvæmustu notkun bensíns og rafmótora. Rafknúin stilling forgangsraðar að nota rafmagnið - nema stigið sé af krafti á bensíngjöfina, en á þeim tímapunkti hleypir hún bensínvélinni upp til að veita þér fullan kraft.

Þriðja akstursstillingin er kölluð eSave sem notar eingöngu bensínmótorinn. Hugmyndin hér er sú að þú getur valið að nota bensínið eingöngu þangað til að það hentar betur í akstrinum að nota rafmagnið, til dæmis í þéttbýlinu.

Í rafstillingu er Jeep Wrangler 4Xe Rubicon 2021 næstum þögull.

Undir um það bil 30 km/klst. Bíllinn s endir þó frá sér einstakt magnað rafhljóð til að láta gangandi vegfarendur vita að jeppinn sé á hreyfingu.

Þetta hljóð er miklu hljóðlátara en bensínvél í gangi, sem gerir 4Xe minna truflandi hvort sé verið að aka húsagötur eða í óbyggðum.

Hnapparnir til að velja stillingar á milli Hybrid, rafstillingar og eSave eru neðarlega á mælaborðinu lengst til vinstri og eiginlega úr augsýn ökumannsins, sem er miður því það er ekki gott að breyta um stillinguna í akstrinum nema að líta af veginum.

Þegar ýtt er á hnapp í miðju hnappaborðinu fyrir ofan gírskiptinguna, sem stillir á hleðslu rafhöðunnar þegar bíllinn hemlar eða er að fara niður halla (Max Regen hnappinn – sem er blár vinstra megin við miðjuna) og bíllinn er í rafknúinni akstursstillingu, þá kemur „hemlunarvirkni“ sem hægir á bílnum og hleður um leið rafhlöðuna og í þessari stillingu virkar bensíngjöfin þyngri, með meira viðnám gegn fætinum, sem mér fannst vera aðeins þreytandi – en var greinilega að hlaða bílinn.

Sambland bensínvélar og rafmagns: meira tog og afl

2,0 lítra 273 hestafla bensínvél og 100 hestafla rafmótor tryggja samtals 373 hestöfl með 673 Nm togi - 38 Nm meira tog en í dísil Wrangler. Aflið skilar sér samtundis í einstakri akstursgetu jafnt á vegum og í torfærum.

Samkvæmt því sem fram kemur frá Jeep fáum við um það bil 10% betra hlutfall afl / þyngdar miðað við aðra Wrangler-jeppa. Og aflið skilar sér líka í því að 4Xe fer úr 0 í 100 km/klst á um það bil 6 sekúndum.

Og bíllinn er fljótur að sigla upp á hraða, það fannst vel þegar rúllað var eftir Reykjanesbrautinni að þriggja stafa tala á hraðamælinum var ekki langt undan, þá var bara betra að skella skriðstillinum á og láta hann stjórna löglegum hraða.

Wrangler 4Xe sýndi sig að vera bara góður í innanbæjarumferðinni, maður situr hátt og hefur gott útsýni, en þetta er bíll sem er fyrst og fremst hannaður fyrir akstur utan við sjálft malbikið. Enda var freistingin mikil að skella sér á Kaldadalinn eða inn á Kjöl, en það bíður seinni tíma.

Niðurstaða

Niðurstaðan eftir þennan stutta reynsluakstur er einföld: Þetta er enn alvöru jeppi með alla þá eiginleika sem hann á að vera með – og núna með viðbót þar sem er rafdrifið.

Staðalbúnaður á Wrangler Rubicon Launch Edition eru 17 tommu álfelgur og 2” BF Goodrich Mudtrack dekk.

Það kom einnig verulega á óvart hve bíllinn var rásfastur og stöðugur á þessum stóru og grófu dekkjum.

Meira að segja djúpu slitskorningarnir í Ártúnsbrekkunni, sem reynast sumum bílum erfiðir, voru ekki finnanlegir hér.

Auðvitað er þetta ekki bíll sem er hannaður í „miðbæjarsnattið“ en það kemur í raun á óvart hve ljúfur hann er í slíkum akstri. Stýrið er snöggt og létt, og ef það er enn þá eftir rafmagn á rafhlöðunni er ljúft að renna áfram nánast hljóðlaust um götur miðborgarinnar.

Nánari upplýsingar

STAÐALBÚNAÐUR WRANGLER RUBICON – VERÐ: 9.490.000 KR.

Rock-Trac® fjórhjóladrif

Selec-Trac® millikassi

Tru-Loc® driflæsingar að framan og aftan

Aftengjanlegar jafnvægisstangir

Dana Heavy Duty fram- og afturhásing

Hlífðarplötur undir bílnum

ABS hemlalæsivörn

Spólvörn

Stöðugleikastýring

8,4” upplýsinga- og snertiskjár í mælaborði

17” álfelgur

Svartur toppur

Svartir brettakantar

32” BF Goodrich Mudtrack dekk

Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð

Bakkskynjarar

Lykillaust aðgengi og ræsing

7” skjár í mælaborði

Leðurklætt stýrishjól

Hæðarstillanleg aðalljós

Harður toppur

Litaðar rúður

Brekkuaðstoð (Hill assist)

Hæðarstillanlegt ökumannssæti

Ljós í hliðarspeglum

Ljós í glasastöndum

Raddstýrt útvarp

8 hátalarar

USB tengi

Halogen aðalljós

Sjálfvirk aðalljós

Þokuljós að framan

Hraðastillir

Aðgerðastýri

Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu

Rafdrifnar rúður

Rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar

Mjóbaksstuðningur á ökumanssæti

Fjarstýrðar samlæsingar

Hiti í afturrúðu

Afturrúðuþurrka

Sjálfdimmandi baksýnispegill

Aftursætisbak niðurfellanlegt 60/40

Loftþrýstingsmælir fyrir hjólbarða

Skottmotta

Mottur fram í og aftur í

Varadekk í fullri stærð

Íslensk ryðvörn

STAÐALBÚNAÐUR WRANGLER RUBICON LAUNCH EDITION – VERÐ: 10.490.000 KR.

Sami staðalbúnaður og í Wrangler Rubicon og að auki:

Ljósapakki

Tæknipakki

Leðurpakki

Afþreyingarpakki

Hiti í sætum og stýrishjóli

All Weather gúmmímottur

Myndavél að framan

Samlitir brettakantar

Aukatakkar í mælaborði

Klæðning í topp

Litað gler

Gefið út þann:
24/5/21
í flokknum:
Jeppar

Fleiri greinar úr flokknum: 

Jeppar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu fréttir í innhólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.