Reynsluakstur getur verið varasamur

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Reynsluakstur getur verið varasamur

Jeff Gordon er vel þekktur Bandaríkjamaður. Sá var atvinnuökumaður hjá Hendrick Motorsport og ók Chevrolet sem bar númerið 24 í mörg ár í Nascar keppninni. Þetta var á árunum 1993-2015.

Jeff er til í allskyns vitleysu og þar sem ég var að vafra um lendur YouTube nýlega rakst ég á þennan reynsluakstur Jeff með sölumanni nokkrum en Jeff langaði til að taka í forláta Camaro sem var á stæði bílasalans.

Jeff er fjórfaldur Cup Series sigurvegari (núna Nascar Cup Series) ásamt því að hafa afrekað þrjá sigra á Daytona 500. Hann er þrefaldur Grand Slam meistari en það er sá sem hefur unnið allar Nascar Cup Series majors á tímabilinu. Hörkuökuþór hann Jeff.

Hér er myndbandsupptaka af reynsluakstri Jeff með sölumanninum.

Uppruni mynda: nascarhall.com og The spun.

Svipaðar greinar