Reynslan frá Tesla til Pininfarina
Fyrrum yfirmaður Tesla í Evrópu, ráðinn til að stjórna rafvæðingunni hjá sportbílaframleiðandanum Automobili Pininfarina
Líkt og í flestum atvinnugreinum þá er bílaiðnaðurinn ekki undanskilinn í því að „stela“ reynslu og kunnáttu frá öðrum í greininni. Nýjasta í þessu er að fyrrum yfirmaður Tesla í Evrópu, var ráðinn til að stjórna rafvæðingunni hjá sportbílaframleiðandanum Automobili Pininfarina.

Nýr sölustjóri Automobili Pininfarina, Jochen Rudat, færir næstum 10 ára reynslu frá því að vinna með Tesla með sér í gangsetningu rafvæðingar hjá sportbílaframleiðandanum.
Rudat kom til félagsins í þessum mánuði. Hann og teymi hans munu sjá um markaðssetningu á vaxandi framboði fyrirtækisins.

Rudat var síðast framkvæmdastjóri Tesla í Mið-Evrópu. Áður en hann hóf störf hjá Tesla var hann nokkur ár sem þróunarstjóri hjá BMW Group Sviss.
Automobili Pininfarina er eining innan indversku samsteypunnar Mahindra & Mahindra, sem einnig er eigandi á hönnunarhúsinu Pininfarina SpA í Tórón+o.
Automobili Pininfarina, sem er með aðsetur í München, er að leita að því að fylgja eftir Battista-bílnum sínum með ýmsum farartækjum sem gætu verið meðal annars fólksbifreið og jeppi.
Í september sagði Automobili Pininfarina að þeir muni þróa grunn fyrir hraðskreið og öflug rafknúin ökutæki í samvinnu við tvo nýja stefnumótandi aðila frá Þýskalandi, Bosch Engineering og Benteler.
(byggt á grein í Automobilwoche)
?