Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rauðu örvarnar á malbikinu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
31/01/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
273 12
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Rauðu örvarnar á malbikinu

  • Toyota á Englandi tók þátt í sérstöku uppátæki. Þeir léku eftir flugsýningu, þar sem þotur skilja eftir sig litaðan reyk frá vængenda niður á jörðina. Jon Winding-Sørensen hjá vefsíðunni BilNorge var á staðnum

Þetta er líklega dæmigert dæmi um nokkuð sem á „ekki að prófa heima“ – níu bílar hliðarspegil við hliðarspegil í flottum dansi á brautinni er sannarlega ekki á allra færi.

Eina skýringin sem Toyota gefur [ath. grein frá því 11. febrúar 2021] er að þessi samstillti akstur hafi verið þróaður vegna þess að þeir vildu gera kvikmynd – þú getur séð hana hér aðeins neðar í greininni.

Þeir komu með níu ökumenn – eins og sést – með réttu tökin á stýrinu og þekktu bæði og treystu hvor öðrum.

Þeir óku ekki aðeins nokkuð þétt á nokkuð góðum hraða, þeir gerðu það oft jafnvel án þess að geta séð einn metra fyrir framan sig.

„Sérstaklega var hvíti reykurinn vandasamur,“ segir einn bílstjóranna.

Hér var komið með aðra samlíkingu við Rauðu örvarnar: Bílarnir voru útbúnir þannig að þeir skildu eftir sig litaðan reyk.

Ekki frá útblæstrinum þó, þá hefði þurft að endursmíða bílana að verulegu leyti. Lituð lofttegund úr úðabrúsum var einfaldlega notuð.

Hér er myndband sem útskýrir svolítið um vandaða bakgrunnsvinnu:

Þetta byrjaði allt við eldhúsborðið heima hjá Paul Swift. Manni með 30 ára reynslu sem nákvæmnisökumaður.

Hann setti upp kóreógrafíuna með því að nota leikfangabíla sonar síns.

Hann safnaði síðan saman liðinu sem æfði í viku í aðstöðunni þar sem hann kennir venjulega. Þar æfðu þeir saman þar til allir vissu nákvæmlega hvað félaginn við hliðina var að hugsa.

Færðu sig út á flugvöll

Síðan fór allt liðið út á flugvöll í Yorkshire sem heitir Elvington (þar sem einum af Top Gear gaurunum – Richard Hammond – tókst að klessa Vampire ofurbíl á 450 km/klst. En eins og flestir eflaust vita þá slapp hann ótrúlega vel frá þessu óhappi).

Hér er svo annað myndband sem sýnir bíla gera listir sínar á brautinni:

Í Elvington fór liðið í gegnum allar æfingarnar þar til að allir ökumennirnir voru alveg vissir um hvað þeir ættu að gera þegar þeir væru komnir undir stýri.

Þeir fóru í þrjár prufukeyrslur áður en bílarnir fengu útbúnaðinum til að senda frá sér litaðan reyk og síðan var allt sett á fulla ferð.

Allir þurftu að vera á varðbergi

„Við þurftum að vera mjög nálægt næsta bíl og vera mjög á varðbergi gagnvart umhverfinu. Það var virkilega mikil ögrun að gera þetta allt fullkomið; halda réttum hraða og réttri vegalengd að næsta bíl. Og síðan bættist við allur reykurinn í kringum okkur – við höfðum ekkert til að treysta á nema það sem við höfðum náð að þróa með okkur í æfingum,“ var einföld skýring Ginu Walker, einum ökumanninum.

Hún vinnur sem vélvirki í bílafyrirtæki föður síns (móðir hennar ók í rallýkeppnum og varð FIA meistari á sínum tíma) og er meðlimur í liði Paul Swift.

Allt tekið upp á tveimur dögum

Ökumennirnir vörðu tveimur dögum við tökur áður en þeir pökkuðu aftur saman. Enginn af bílunum 9 var svo mikið sem með eina rispu eftir þetta.

Venjulegir bílar

Og til marks um það: Fyrir utan auka öryggisbúnað, voru bílarnir hefðbundnir tveggja eða þriggja lítra GT Supra á Michelin Super Sport dekkjum.

En niðurstaða Jon Winding-Sørensen er einföld: Sem sagt, ekki prófa þetta nálægt heimilinu.

(grein af vef BilNorge)

[Birtist fyrst 11. febrúar 2021]
Fyrri grein

BMW i3 kominn á lokametrana

Næsta grein

Škoda Enyaq Coupé iV frumsýndur í beinni

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Škoda Enyaq Coupé iV frumsýndur í beinni

Škoda Enyaq Coupé iV frumsýndur í beinni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.