Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 3:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rannsókn sýnir að bílaumferð er ekki mesti loftmengunarvaldurinn

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
29/12/2021
Flokkar: Umferð
Lestími: 3 mín.
285 9
0
141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Stundum gerist það að gamlar fréttir fara á flug og það er vissulega í lagi ef þær eru réttar og allt í gildi sem fram í þeim kemur. Þegar þessi frétt var í flugtaki vinsælda í gærdag ákvað blaðamaður að uppfæra fréttina og hér er hún aftur komin, frétt frá september 2020 um áhrif útgöngubanns vegna heimsfaraldurs, á loftmengun: Dró úr loftmengun eða ekki?

Það er sannarlega ekkert undarlegt við það að frétt um loftslagsmál fari á flug þótt „gömul“ sé. Áhugi fólks á loftslagsmálum er eðlilega meiri vegna aukinnar þekkingar og almennt er fólk meðvitaðra um þær loftslagsbreytingar sem orðið hafa á undanförnum árum og nú er stóra málið hvernig við tökum á málunum.

Rannsóknin í grundvallaratriðum

Institute for Social Marketing and Health við Stirlingháskóla vann rannsóknina, sem þeir áhugasömustu geta lúslesið hér, sem ber yfirskriftina Changes in outdoor air pollution due to COVID-19 lockdowns differ by pollutant: evidence from Scotland en Dr. Ruaraidh Dobson leiddi rannsóknina.

Verulega dró úr fjölda bíla á skoskum vegum fyrsta mánuð útgöngubannsins. 65 prósent færri bílar voru á flandri miðað við í venjulegu árferði og því var auðvelt að hrapa að ályktunum á borð við að verulega hefði dregið úr loftmengun þegar svo mjög dró úr umferð.

Þar af leiðandi ætti að sama skapi tíðni krankleika, á meðal þeirra sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun, t.d. hjá þeim sem þjást af öndunarfærasjúkdómum, að lækkka.

Þetta var rannsóknarefnið og gefum nú Dr. Ruaraidh Dobson orðið (aftur í tímann – munið að þetta er frétt frá 2020):

„Niðurstöður rannsóknar okkar voru þvert á niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á svipuðum tíma annars staðar í heiminum, eins og í Wuhan í Kína og Mílanó. Við gátum ekki sýnt fram á að í útgöngubanninu hér í Skotlandi hefði dregið úr svifryki og öðrum smáögnum í loftinu,“ sagði hann.

Það var því ekki hægt að skella skuldinni á þær agnir sem oft eru taldar svífa um loftin vegna bílaumferðar. Nei, ekki í Skotlandi alla vega.

„Þetta er vísbending um að bílar skipa ekki stærsta hlutverkið í þessari mjög svo óheilnæmu loftmengun í Skotlandi.“

Þetta er hann: Dr. Ruaraidh Dobson. Ljósmynd/Stirlingháskóli

Skellurinn

Jæja, lesendur góðir. Hér kemur svo skoski skellurinn:

„Það þýðir að fólk er líklegra til að anda að sér óheilnæmu lofti heima hjá sér. Einkum og sér í lagi þegar verið er að elda í illa loftræstu rými, eða þegar reykt er,“ sagði doktor Dobson.

Ekki ætlar undirrituð að freistast út í það fúafen sem bresk matargerð getur reynst. Það er erfitt að standast freistinguna en það er einfaldlega ekki við hæfi að fjalla um hryllilega brasaðan mat og allt-djúpsteikt-viðhorfið sem Skotar eru ekki saklausir af. Ojæja, þarna kom þetta nú samt: Matargerðarrausið.

Þetta getur reynst mikill loftgæðaþjófur ef illa er loftræst og maturinn vondur. Ljósmynd/Unsplash

Hvað reykingar varðar þá er Bretland á miðjum evrópska „reykingalistanum“ en skoða má þann öskubakkaúrskurð hér en samkvæmt nýjustu tölum reykja þar 19.20%. Til samanburðar er hlutfallið hér á landi 13.80%.

Frekara lesefni um rannsóknina má finna t.d. hér og aðra frétt um niðurstöðurnar má lesa hér.

Fyrri grein

Er lækkun hámarkshraða í Reykjavík raunhæfur kostur?

Næsta grein

Nýr Bronco kominn til Íslands

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Auðvitað eru bíleigendur hundfúlir með kílómetragjaldið

Auðvitað eru bíleigendur hundfúlir með kílómetragjaldið

Höf: Pétur R. Pétursson
27/03/2025
0

Við settum í gang könnun um kílómetragjaldið. Þetta gjald hefur verið mikið í umræðunni frá því það var innleitt um...

Hvað gerist í árekstri á 100 km. hraða?

Hvað gerist í árekstri á 100 km. hraða?

Höf: Pétur R. Pétursson
17/04/2024
0

Miðað við fjölda ökumanna, umferðarþunga og ástands vega mætti ætla að hér ættu að vera fleiri umferðarslys en raun ber...

Hversu öruggur er bíllinn þinn?

Hversu öruggur er bíllinn þinn?

Höf: Pétur R. Pétursson
08/01/2024
0

Spáum við í það hversu öruggur eða ekki bíllinn er sem við ætlum að festa kaup á? Nú á tímum...

Næsta grein
Nýr Bronco kominn til Íslands

Nýr Bronco kominn til Íslands

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.