Rallýbílar þvegnir innan um snekkjurnar

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er ekki merkilegt að fylgjast með einhverjum þvo bíl, svona alla jafna. En það er hrein unun að horfa á WRC-rallýbíla innan um allar snekkjurnar í Monte Carlo. Jú, það er verið að skola af bílunum og það er bara fínt.

Ef þetta skýrir sig ekki sjálft þá get ég kannski reynt að útskýra:

Dagur eitt í WRC-rallinu í Monte Carlo. Sérleið tvö að baki og sömuleiðis fyrsti keppnisdagur. Stór dagur á morgun (í dag sem sagt) og áður en menn fleygja sér í háttinn er rykið eftir leiðir dagsins skolað af bílunum. Allir eru þreyttir en spenntir.

Skjáskot/YouTube

Já, það er brakandi spenna í loftinu. Alparnir með öllum sínum óvæntu skilyrðum bíða og það er ómögulegt að vita hvað gerist en allir keppendur stefna að sama markinu og vilja komast þangað sem fyrst. Þetta er stemningin sem gæti verið ríkjandi í myndbandinu.

Það er notalegt á sinn hátt að horfa á eitthvað eins einfalt og dúdda skola af rallýbílum í þessu umhverfi, í myrkrinu sem m.a. er lýst upp af snekkjunum í kring.

Í dag eru þrjár leiðir eknar (hver þeirra er ekin tvisvar; samtals sex) og eru þær innan þjóðgarðsins Mercantour og er heildarkílómetrafjöldi á sérleiðum dagsins 97.86 kílómetrar. Spennandi!

Fylgist með stöðunni í WRC-rallinu hér.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Viltu senda okkur grein til birtingar? Greinar, ásamt mynd af höfundi, skal senda á netfangið malin@bilablogg.is

Svipaðar greinar