Rafmagnið komið í rallið!
Opel sýnir rafdrifinn Corsa með rally-búnaði í Frankfurt
Á bílasýningunni í Frankfurt um miðjan september mun Opel varpa ljósi á nýjan Corsa-e sem aðeins notar rafhlöður og fullbúinn til rallaksturs, en bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt 10. september.


Kallaður Corsa-e Rally, lítill rafbíll sem er með 136 hestöfl og 260 newton metra snúningsvægi.
Netverð Corsa-e Rally verður „verulega minna“ en 50.000 evrur (um sjö milljónir íslenskra króna), að sögn Opel. Bíllinn verður seldur í gegnum Opel Motorsport.
Hið staðlaða Corsa-e, sem einnig verður frumsýnd á sýningunni í Frankfurt, byrjar á 29.900 evrum í Þýskalandi. Hann deilir rafknúnum drifbúnaði sínum með Peugeot e-208 og getur farið allt að 330 km áður en það þarf að hlaða rafhlöðuna aftur.

Þessi nýja Corsa er „sérstaklega kraftmikil,“ sagði forstjóri Opel, Michael Lohscheller, í yfirlýsingu. „Við notum framleiðslubílinn til grundvallar og við erum fyrsti bílsmiðinn í heiminum til að þróa rafknúinn rallýbíl,“ sagði hann.

Opel mun smíða 15 einingar fyrir ADAC Opel e-Rally Cup sem hefst næsta sumar.
(byggt á Automotive News Europe)
?