Rafmagnað andrúmsloft í Smáralind

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Rafmagnað andrúmsloft í Smáralind

Um nýliðna helgi, 28. og 29. september stóð Rafbílasambad Íslands og Smáralind fyrir kynningu á rafbílaframboði hérlendis. Sjá mátti hreina rafbíla frá Bílabúð Benna, BL, Heklu og Öskju. Við frá Bílablogg.is áttum leið hjá og smelltum við nokkrum myndum í leiðinni.

Jagúar I-Pace
Hyundai Kona og Nissan Leaf.

Allt það nýjasta í flotanum

Bílarnir sem bar á góma voru meðal annar VW E-Golf, Hyundai Kona og Opel Ampera. Það hefur væntanlega komið fólki á óvart mitt á milli þess að vera að versla gallabuxur og hundamat að flottur floti rafbíla hefur staðið á gólfi verslunarmiðstöðvarinnar.

Opel Ampera e
Audi E-tron
e Golf.

Mikill áhugi

Eins og sjá má á myndunum var áhugi gesta og gangandi nokkur á bílnum. Ágætis stemming var á meðal allra og greinilegt að áhugi Íslendiga er nokkuð rafmagnaður þegar kemur að bifreiðum í verslunarmiðstöðum.

Við hjá Bílablogg.is fögnum svona uppákomum og hlökkum til að sjá fleiri svona viðburði í framtíðinni. Og þið lesendur góðir getið bókað að við verðum þar með myndavélarnar á lofti.

e Niro frá Kia.
Nýi rafmagnsbensinn frá Mercedes Benz, EQC.

Texti: Óskar bílakall

Myndir: Pétur R. Pétursson

Svipaðar greinar