Rafdrifinn Ferrari kemur eftir 2025

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Rafdrifinn Ferrari kemur eftir 2025

Mun verða í GT-bílalínu vörumerkisins

MARANELLO á Ítalíu – Ferrari mun koma með sinn fyrsta rafmagnsbíl eftir 2025 og rafhlöðutækni krefst enn frekari þróunar, segir Louis Camilleri, aðalstjórnandi Ferrari.

Ferrari hefur áður sagt að bíll sem eingöngu noti rafhlöður muni koma fram eftir að núverandi iðnaðaráætlun lýkur árið 2022. Sérfræðingar hafa sagst ekki búast við því fyrir 2023.

Camilleri sagði að Ferrari væri „vissulega“ að skoða vel bíl sem myndi eingöngu nota rafmagn en að fyrirtækið myndi halda sig við tvinnbíla í „núverandi fyrirsjáanlegri framtíð“.

„Tilfinning mín er sú að rafmagnið muni koma eftir 2025. Rafhlöðutæknin er ekki þar sem hún ætti að vera enn þá,“ sagði hann við fréttamenn í hádegismat á miðvikudaginn í Centro Stile í Maranello verksmiðju Ferrari.

„Það eru enn mikilvæg mál hvað varðar sjálfræði, hvað varðar hraða á hleðslu. Svo að lokum munum við koma með bíl. En það er eftir 2025. Ekki innan skamms tíma“, bætti hann við.

(Reuters)

Svipaðar greinar