Rafbíll Mazda frumsýndur
HIROSHIMA, Japan – Mazda Motor Corporation mun heimsfrumsýna fyrsta bílinn sinn sem aðeins notar rafhlöður á bílasýningunni í Tókýó árið 2019.
Algjörlega ný gerð, rafbíllinn verður þriðji bíllinn í nýrri kynslóð bílaframleiðandans. Hann er þróaður í samræmi við mannlega miðlæga hugmyndafræði Mazda og nýtir ávinninginn af rafdrifstækni að fullu og býður upp á frammistöðu í akstri sem ökumenn geta notið áreynslulaust og af heilum hug.

Mazda sendi frá sér kynningu fyrir stóru afhjúpunina sem fer fram 23. október í Tókýó.
Yfirskrift myndbandsins segir „Við erum spennt að tilkynna að fyrsta rafmagns ökutæki okkar mun verða með heimsfrumsýningu sína á bílasýningunni í Tókýó í ár.
Með því að endurskoða hugmyndina um rafbíl býður það upp á ríkari og meira gefandi akstur reynslu, sem eykur tengslin milli bíls og ökumanns enn frekar. “
Það þykir skrýtið að sjá Mazda nota hugtök eins og „gefandi akstursupplifun“ og „auka tengslin milli bíls og ökumanns,“ til að lýsa því sem líklega verður „crossover“-bíll, en við vonumst til þess að geta sýnt lesendum okkar nánar um hvað er eð ræða í kjölfar frumsýningarinnar