Rafbíladagar Hyundai voru í Kauptúni í dag, laugardaginn 4. nóvember frá kl. 12-16.
Þar sýndi Hyundai allt það nýjasta sem þeir hafa upp á að bjóða enda er þar margt að sjá.

Verðlaunabílar
Hyundai hefur til dæmis verið útnefndur heimsmeistari tvö ár í röð þegar bílar þeirra voru valdir bíll ársins, rafbíll ársins og hönnun ársins.
Bílarnir sem hlutu verðlaun voru að sjálfsögðu hinir glæsilegu og toppflottu Ioniq 5 og Ioniq 6.

Hver að verða síðastur
Eins og alþjóð veit fara að verða síðustu forvöð að gæja á sig rafbíl fyrir áramót en þá falla niður VSK ívilnanir sem hafa stutt við bakið á orkuskiptunum.

Skemmtilegir bílar
Við prófuðum nýlega verðlaunabílinn Ioniq 6 og hér má lesa umfjöllun okkur um hann.

Jóhannes Reykdal fór fyrir hönd Bílabloggs á kynningu á splunkunýjum Hyundai Kona í sumar og hér má lesa umfjöllun okkar um bílinn þann.

Veglegur vetrarpakki að verðmæti allt að 400.000 kr. fylgir öllum rafbílum.
Meðfylgjandi myndband er frá rafbíladögum Hyundai um helgina.