PSA-samsteypan er kaupandi í 50-50 samruna við Fiat-Chrysler
Sameining bílafyrirtækjanna PSA-group, sem innifelur Peugeot, Citroen. DS, Opel og Vauxhall annarsvegar og Fiat Chrysler Automobiles, sem við sögðum frá fyrr í vikunni er orðin að veruleika
Samkvæmt frétt frá Bloomberg, lögðu Fiat Chrysler Automobiles og PSA Group mikið á sig að gera sameiningu þeirra eins jafna og mögulegt var, láta frá sér eignir, greiða sérstakan arð og dreifa stjórnarsætum. Það tók ekki langan tíma fyrir fjárfesta að átta sig á því hver kaupandinn er.
PSA er í hlutverki kaupandans
Hlutabréf Fiat Chrysler hoppuðu upp um 10 prósent á fimmtudag eftir að báðir aðilar tilkynntu um sameininguna, sem sett var fram sem 50-50 samruni. PSA lækkaði um það bil sömu upphæð og tók þar með hina dæmigerðu skerðingu yfirtökuaðilans.
Stærðfræðin ber það með sér. Hluthafar FCA munu fá tæplega 5 milljarða evra í sinn hlut, miðað við lokagengi á þriðjudag, áður en fregnir fór að berast af viðræðunum, þar sem báðir aðilar látið frá sér eignir áður en þeir settu eftirstöðvarnar í pottinn.
Leiðrétt var fyrir mismun á markaðsvirði og 5,5 milljarða evra arði sem er greiddur út til hluthafa Fiat Chrysler, „að ná 50/50 hlutafjáreign bendir til þess að PSA sé að greiða 32 prósent umfrangjald til að taka yfir stjórn FCA,“ sagði Philippe Houchois, sérfræðingur Jefferies í athugasemd.

„Hluthafar PSA taka meiri markaðsáhættu,“ sagði hann. Fulltrúar Fiat og PSA neituðu að tjá sig um þetta.
Frá og með þriðjudeginum var markaðsvirði PSA 22,6 milljarðir evra. Áður en það sameinast FCA mun fyrirtækið afhenda hluthöfum tæplega 3 milljarða evra hlut í franska hlutaframleiðandanum Faurecia og láta um 19,6 milljarða evra verða framlag til nýja fyrirtækisins.
Hluthafar FCA munu láta að minnsta kosti 5 milljörðum evra minna af hendi. Ítalska-ameríska fyrirtækið var með 20 milljarða evra markaðsvirði frá og með þriðjudeginum. En áður en samningnum verður lokað mun bílaframleiðandinn losa um 5,75 milljarða evra: Samhliða arðinum mun hann veita hluthöfum sínum róbótafyrirtækið Comau, með áætlað verðmæti um 250 milljónir evra.
Fiat-fjölskyldan fær góðan arð
Af 5,75 milljörðum evra í útborgun áður en samningnum lýkur mun stofnandi Fiat, Agnelli fjölskylda, uppskera tæpan milljarð dala að verðmæti.
Eignarhaldsfélag fjölskyldunnar, Exor, er stærsti hluthafi Fiat Chrysler og mun fá um 1,65 milljarða evra af heildinni. Fjölskyldan á rúmlega helming Exor, svo hlutur hennar í viðskiptunum yrði tæpar 900 milljónir evra, eða tæpur 1 milljarður dollara.
Formaður stjórnar Fiat Chrysler, umsjónarmaður Agnelli fjölskyldunnar, John Elkann, mun enn hafa mikið að segja í fyrirtækinu. Hann verður formaður sameinaðs fyrirtækis og Exor verður stærsti hluthafi þess með um 14 prósenta hlut.
11 manna stjórn hins nýja félags, sem stofnað er um þetta sameinaða fyrirtæki með aðsetur í Hollandi, mun vera með sex menn frá PSA, þar á meðal framkvæmdastjórann Carlos Tavares, sem verður áfram forstjóri í fimm ár, og fimm frá Fiat Chrysler.