Porsche Taycan Turbo kraftur í VW?
Volkswagen gefur vísbendingu um rafmagnssportbíl með 680 hestöflum
Spennandi hugmyndir eins og W12 Nardo og þessi Ducati V2-knúni XL Sport, sem er hér á myndunum, komust því miður aldrei í framleiðslu, en Volkswagen er ekki að hætta með sportbíla enn þá. Það er of seint fyrir framleiðslugerð frá Wolfsburg með brunavél, svo það er kannski betra að horfa til farartækis sem myndi höfða til áhugamanna um að fara eingöngu með rafmagni.
Við erum ekki að tala um GTX-merktar gerðir heldur „alvöru“ sportbíl segja þeir hjá bílavefsíðunni motor1.com.
Í annars mjög sérstakri fréttatilkynningu frá VW um að koma þróun rafdrifinna drifrása að fullu innanhúss eru fréttir um möguleikann á mjög öflugri drifrás fyrir sportbílanotkun.
Fyrir utan að þróa eigin rafhlöður og rafmótora, hefur VW nú tekið yfir þróun „púlsinvertara“ og varmastjórnunarkerfa.
Það opnar möguleikann á að búa til einingamiðaða vélareiningu sem væri hægt er að aðlaga að venjulegum rafbílum og sportbílum.


Í því skyni er VW nú þegar að vinna að þessari efnilegu tækni og segir að það muni hafa hana tilbúna fyrir næstu kynslóð rafknúinna ökutækja sem verða byggð á þróun MEB-grunns nútímans.
Þýska vörumerkið segir að hugsanlegur losunarlaus sportbíll með meira en 500 kílóvött verði mögulegur. Það skilar 680 hestöflum, sem er rétt eins og hjá Porsche Taycan Turbo.



Grunnurinn, sem er innan samsteypunnar þekktur sem MEB Evo, endurskoðaður grunnur sem mun hjálpa VW að lækka kostnað sem tengist þróun um allt að 20 prósent. Hér þurfum við að vera raunsæ, segir Motor1, þar sem fyrirtækið er með meira í pípunum.
Þar af leiðandi má búast við að fleiri bílar ætlaðir til fjöldaframleiðslu, svo sem sportjeppar, hefðbundnir fólksbílar og hlaðbakar komi á markaðinn áður en sportbíll bætist við safnið.
Á meðan, væntanlegur ID.Buzz GTX og ID.3 GTX verða að duga ásamt ID.4 GTX og ID.5 GTX sem þegar eru fáanlegir.

Þegar litið er á VW samstæðuna í heild sinni mun fyrsti sérstaki rafmagnssportbíllinn koma árið 2025 þegar Porsche mun kynna arftaka 718 Boxster/Cayman.
(frétt á vef Motor1)
Umræður um þessa grein