Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:52
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Polestar Precept mun fara í framleiðslu í nýrri verksmiðju

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
26/09/2020
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Polestar Precept mun fara í framleiðslu í nýrri verksmiðju

Við höfum áður fjallað um hugmyndabílinn Polestar Precept hér á Bílabloggi, en þá var ekki vitað hvort hann væri á leið í framleiðslu eða ekki. Polestar er kínversk-sænskt bifreiðamerki í eigu Volvo Car Group og móðurfélags þess Geely. Höfuðstöðvar þess eru í Gautaborg í Svíþjóð og framleiðslan fer fram í Chengdu í Kína.

Polestar vill að framleiðsluútgáfan af Precept (sem þýða má sem „forskrift“) sé sem næst fyrstu sýn á þennan rafdrifan fólksbíl, sem sást fyrst opinberlega á bílasýningunni í Peking á laugardag.

Polestar hefur snúið við áætlun sinni varðandi Precept fólksbílinn og ákveðið að breyta því sem upphaflega var lýst sem „sýn“ á framtíð vörumerkisins í framleiðslugerð.

Það tekur þrjú ár að ljúka þróun framtíðarflaggskips Polestar, sagði Thomas Ingenlath forstjóri Polestar við Automotive News Europe.

Framleiðslubíllinn verður byggður á annarri kynslóð stærðar vöruhönnunar Volvo Cars, SPA2.

Jákvæð viðbrögð við bílnum breyttu áætlunum

Polestar ákvað að framleiða Precept eftir yfirþyrmandi jákvæð viðbrögð sem bíllinn fékk eftir að hugmyndin var kynnt í febrúar.

„Það var þegar við byrjuðum að spyrja: „Hvað myndi taka til að gera þetta að veruleika “?“ Ingenlath sagði í myndspjalli frá Peking fyrir opnun bílasýningarinnar þar. „Nú er þetta ekki lengur sýn, heldur krefjandi markmið, sem gerir það að einhverju að leitast við að ná.“

Ingenlath sagðist vilja að framleiðsluútgáfan af bílnum yrði sem næst fyrstu hugmyndinni, sem er með:

  • Myndavélar í stað hliðarspegla og breiðan léttan „væng“ að aftan sem spannar breidd bílsins – bæði til að minnka loftmótsstöðu
  • Framenda sem hefur verið breytt í svokallað „SmartZone“ eða „snjallsvæði“ til að hýsa ratsjárskynjara, háskerpumyndavél auk annars aðstoðarbúnaðar fyrir ökumann
  • Blettur í þaki fyrir veðurratsjárkerfi
  • Sjálfbær efni sem innihalda hörð samsett efni fyrir innri spjöld og sætisbak
  • Yfirborð sæta úr endurunnum PET flöskum
  • Næstu kynslóð upplýsingakerfis frá samstarfi sínu við Google með háþróaðri augnmælingu og nálægðarskynjara til að skila upplýsingum á betur stjórnaðan hátt

Alveg ný verksmiðja

Polestar mun framleiða Precept í Kína í nýrri verksmiðju, þar sem markmiðið er að gera framleiðslu kolefnishlutlausa og að verksmiðjan verði „ein snjallasta og tengdasta framleiðsluaðstaða bíla í heiminum“, sagði fyrirtækið.

Polestar 2 bíll vörumerkisins er smíðaður í verksmiðju sem hann deilir með Volvo í Luqiao í Kína. Verksmiðjan framleiddi 26 tonn af CO2.

Ingenlath hefur þegar spurt lið sitt hversu lágt magn af CO2 myndi koma frá framleiðslu á Polestar þegar framleiðsluútgáfan af Precept byrjar að rúlla út úr nýju verksmiðjunni.

„Ef við gerum það sem við erum að gera núna með Precept mun það taka okkur niður að helmingi (13 tonn koltvísýrings), en ég veit það í raun ekki. Þess vegna bað ég þá um að reikna út hvað væri mögulegt“, sagði hann. „Þetta er langt ferðalag, en ef við byrjum ekki á þessu núna munum við aldrei gera það að núlli“.

Polestar hefur þegar náð árangri í að skera niður kolefnisframleiðslu í verksmiðju sinni í Chengdu, þar sem Polestar 1 er smíðaður. Frá því í fyrra hefur verksmiðjan fengið 100 prósent af raforku sinni frá endurnýjanlegri orku eins og vatns-, sólarorku og vindorku.

(Automotive News Europe)

Fyrri grein

Jeep bætir sérútgáfum vegna 80 ára afmælis á alla línuna

Næsta grein

Fyrsta alvöru bílasýningin í langan tíma í Kína

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Fyrsta alvöru bílasýningin í langan tíma í Kína

Fyrsta alvöru bílasýningin í langan tíma í Kína

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.