Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:28
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Polestar opnar sjálfbæran rafbílasal í Reykjavík – knúinn sólarorku

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
11/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
272 14
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Við hjá Bílabloggi litum við í nýjum sjálfbærum rafbílasal Brimborgar fyrir Polestar í gær. Um var að ræða forsýningu á aðstöðunni fyrir starfsfólk og fjölmiðla.

Hér er fréttatilkynning Brimborgar og fyrir neðan hana eru myndir sem teknar voru í gærkvöldi.

  • Brimborg opnar Polestar Reykjavík, sérhæfðan, sjálfbæran rafbílasal fyrir Polestar rafbíla með afburða aksturseiginleika, laugardaginn 11. júní fyrir einstaka upplifun og reynsluakstur svo hraða megi orkuskiptum í samgöngum
  • Polestar 2 rafbíll númer 132 á Íslandi verður afhentur á opnunardeginum
  • Fyrsti BREEAM umhverfis- og innivistarvottaði bílasalurinn á Íslandi
  • Sjálfbær raforkuframleiðsla í stærsta sólarorkuveri á Íslandi á þaki Polestar Reykjavík
  • Sjálfbær framleiðsla á heitu vatni með varmadælu sem hitar upp hreint útiloftið fyrir loftræstikerfið

REYKJAVÍK, ÍSLANDI – 10. júní 2022

Brimborg, umboðsaðili Polestar á Íslandi, opnar Polestar Reykjavík, sérhæfðan rafbílasal fyrir Polestar rafbíla, á Bíldshöfða 6 í Reykjavík laugardaginn 11. júní. Polestar, sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, var kynntur á Íslandi hjá Brimborg í nóvember 2021. Afhendingar á hinum verðlaunaða Polestar 2 rafhlaðbak hófust í febrúar 2022 og á opnunardegi Polestar Reykjavík verður bíll númer 132 afhentur til viðskiptavinar.

„Polestar rafbílarnir hafa fengið einstaklega góðar viðtökur og einkennandi hönnun Polestar 2 sést nú æ oftar á götum Íslands. Með nýjum sjálfbærum rafbílasal Polestar stefnum við að því að hraða enn frekar orkuskiptum í samgöngum á Íslandi. Það skiptir miklu máli fyrir Ísland sem framleiðir alla sína raforku á ódýran, endurnýjanlegan og sjálfbæran hátt,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Polestar Reykjavík býður upp á frábæra aðstöðu fyrir viðskiptavini til að upplifa og reynsluaka Polestar 2 og læra meira um rafbíla með stuðningi Polestar sérfræðinga.

Hönnun og smíði nýs sérhæfðs húsnæðis fyrir rafbíla, sem kallast Polestar Space, var unnin af Polestar í samvinnu við íslenska hönnuði og verkfræðinga. Það endurspeglar bæði mínímalíska skandinavíska hönnun Polestar vörumerkisins sem og sjálfbærniáherslur beggja fyrirtækja.

Brimborg tók þá ákvörðun að BREEAM* umhverfis- og innivistarvotta nýja Polestar Space í samræmi við umhverfis- og mannauðsstefnu félagsins sem um leið styður við væntanlegt sjálfbærniuppgjör félagsins fyrir árið 2022. Brimborg varð fyrst og eitt bílaumboða til að gefa út heildstæða sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2021 fyrir allar starfsstöðvar félagsins.

Sólarorkuver Brimborgar á þaki Polestar Space mun hefja framleiðslu á Sumarsólstöðum 21. júní og er það stærsta á Íslandi hvort sem mælt er miðað við uppsett afl í kW, fjölda sólarsella, fjölda fermetra sólarsella eða reiknaða raforkuframleiðslu í kWst.

Uppsett afl þess er ríflega 26 kW en um er að ræða 70 sólarsellur þar sem hver þeirra er 375 W og þekja þær 130 fermetra á þaki Polestar Reykjavík. Sólarsellurnar eru með 3,2 mm hertu hlífðargleri með glampavörn.

Reiknað er með að raforkuframleiðslan geti numið allt að 24.000 kWst á ári sem er ríflega helmingur af áætlaðri orkuþörf starfsemi Polestar á Íslandi. Brimborg mun deila upplýsingum um árangur raforkuframleiðslunnar til þeirra sem þess óska sem framlag til sjálfbærrar, staðbundinnar, raforkuframleiðslu.

„Sólarorkuframleiðsla á Íslandi er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann en er mikilvæg leið að staðbundinni orkuframleiðslu sem dregur úr álagi á orkukerfi landsins. Langir íslenskir dagar og sólarorkuframleiðsla á fyrirtækisþaki þar sem raforkunotkun á sér stað á sama tíma og framleiðslan er í hámarki þýðir að orkan er notuð um leið og hún er framleidd og ekki þörf á geymslu á rafhlöðum.

Sólarorkuver á fyrirtækjaþökum ganga ekki á landið eða viðkvæma náttúru Íslands, auk þess sem sjónmengun er nánast engin.“, segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Auk framleiðslu á sólarorku verður einnig heitt vatn framleitt á staðnum með varmadælu sem hitar upp hreint útiloftið fyrir loftræstikerfi Polestar Space. Varmadælur eru hagkvæmur kostur til staðbundinnar framleiðslu á heitu vatni sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem og víða um heim.

Allar þrjár gerðir Polestar 2 rafhlaðbaka eru í boði hjá Brimborg. Tvær þeirra verða til sýnis á opnunardeginum en sú þriðja er væntanleg á síðari helmingi ársins. Long range Dual motor útfærslan með 78 kWst drifrafhlöðu og tveimur 150 kW rafmótorum sem skilar 408 hestöflum. Þá gerð er hægt að uppfæra með Performance pakka og auka þannig aflið í 476 hestöfl og 680 Nm tog.

Long range Single motor útfærslan er einnig með 78 kWst drifrafhlöðu en einum rafmótor á framás fyrir jafnvel enn meiri drægni og skilar 170 kW og 231 hestöflum.

Á seinni hluta ársins mun Brimborg bjóða þriðju gerðina, Standard range Single motor útfærslu, með 69 kWst drifrafhlöðu og einum 170 kW rafmótor á framás sem skilar 231 hestöflum. Drægni fyrir þessar þrjár gerðir Polestar 2, miðað við evrópska WLTP staðalinn, er frá 474 km til 542 km.

Allar útfærslur Polestar 2, litir og innréttingar eru til sýnis og reynsluaksturs og býðst áhugasömum að bóka heimareynsluakstur í sólarhring. Á polestar.com vefnum er einnig hægt að fá allar upplýsingar um verð, tækni og búnað og bóka tíma í reynsluakstur.

Polestar 3, fyrsti rafknúni jeppi Polestar byggður með afburða aksturseiginleika í huga, er væntanlegur og verður hann frumsýndur í október 2022 en áhugasamir geta skráð sig hjá Polestar sérfræðingum Brimborgar fyrir nánari upplýsingar þegar nær dregur frumsýningu.

*BREEAM vistvottunarkerfið er alþjóðlegt þar sem m.a. er horft til umhverfisstjórnunar á byggingar- og rekstrartíma, góðrar innivistar sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar, góðrar orkunýtni og vatnssparnaðar, val á umhverfisvænum byggingarefnum, úrgangsstjórnunar á byggingar- og rekstrartíma, viðhalds vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis og lágmörkunar ýmiskonar mengunar frá byggingu.

Hér má sjá myndir úr nýjum og glæsilegum salarkynnum Polestar á Íslandi.

Fyrri grein

Ruglandi og skondin umferðarskilti

Næsta grein

Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi

Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.