Það getur verið alveg bagalegt þegar maður er búinn gera allt klárt fyrir upptöku, kominn í karakter, tökuvélin „rúllar“ og þá… kemur einhver og stelur senunni. Örn er nefnilega mættur og ekki keppir maður við hann um athyglina.
Renante Balbuena, 33 ára gamall þjónn frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var í fríi í Tanay á Filippseyjum þegar hann ákvað að láta slag standa og taka upp fyrsta vídeóbloggið sitt. Það má kannski kalla það eins konar „bílablogg“ þar sem hugmyndin var að aka rólega um og blaðra á meðan.
Ekki var hann búinn að aka nema örfáa metra þegar „þetta“ gerðist og Renante hefur enn ekki tekið upp fyrsta formlega vídeóbloggið sitt. Þetta er nú samt alveg áhugaverð byrjun á ferli vídeóbloggara.
Eðli máls samkvæmt er fátt hjá okkur að finna úr dýraríkinu en hér er eitthvað:
Hjörtur reiddist og réðst á bílinn
Hann var kátur. Svo kom trukkur
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.



