Maðurinn er furðuleg vera. Þegar hann á eitthvað fínt þá, í sumum tilvikum, þarf hann að „laga“ það aðeins og breyta. Tökum Teslu sem dæmi: Smekkleg hönnun sem almennt vekur eftirtekt. Þá þurfa sumir endilega að breyta bílnum sem þeir keyptu.
Já, taka Model 3 og breyta í pallbíl. Eða eitthvað í þá veru.

En að kaupa bara pallbíl? Nei, það er best að kaupa Teslu og breyta henni aðeins. Þá er minni hætta á að ruglast á bílum fyrir utan Hagkaup.

Þá komum við að því sem í daglegu tali einbúans kallast „að tesla yfir sig“. Þá er Tesla tekin og henni hreinlega breytt í eitthvert fyrirbæri. Eins og hér fyrir neðan:



Svo eru þeir til sem virðast bara vondir og taka reiðina út á blásaklausum bílum. Þessi augnþyrnir hér fyrir neðan er eins og eitthvað sem búið er að tryggja að enginn annar muni nokkurn tíma ásælast. Eins og einbeittur vilji til að gera eitthvað voðalega vont og ljótt.

Ætli þetta sé það sem gerist þegar gamlir hillbillíar (e. hillbilly) eru þvingaðir til að fá sér umhverfisvæn ökutæki? Raminn horfinn og ekkert annað að gera í stöðunni en að skella beltum undir Tesluna. Þá er þetta kannski bærilegra…

Ég var dálítið hrifin af þessum (hér fyrir neðan). Þess vegna eru myndirnar tvær. Svo fannst mér þetta of mikið og ekki flott lengur og þess vegna (líka) eru myndirnar tvær:



Hér hefur eitthvað mikið gengið á, eins og maðurinn sagði. Kannski var þetta kitt og í pakkanum voru allt of margir hlutir (kannski tvö kitt!) en svo fór þetta bara allt á einn bíl. Allt of mikið af ýmsu. Enda þurfti tvær myndir og forsíðu til að sýna allt dótið!

Ætli þetta sé útskriftarmyndin? Þ.e. hér fyrir neðan. Allt í stíl, einhverjum stíl við eitthvað. Krullur, hvítir strigaskór, horn…


Hér er dálítið merkilegt apparat (fyrir ofan og neðan) því ekki nóg með að þetta sé afleiðing þess að einhver hefur „teslað“ yfir sig heldur er þetta bæði Tesla og Kona. Sbr. bílnúmerið.


?


Nei, hver röndóttur!






Hvað er þetta með að breyta hinu og þessu í pallbíla? Ef pallbíla skyldi kalla…



Fleiri hugmyndir sem menn hafa fengið:
Voðaverk á hjólum
Óhuggulegir spoilerar
Sjónmengun á hjólum
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.