Opel mun smíða DS 4 í Þýskalandi samhliða Astra
PARIS – PSA Group mun smíða nýjan DS 4, sem er bíll í minni stærðarflokki, í verksmiðju Opel í Russelsheim, Þýskalandi, samkvæmt frönskum fjölmiðlum þar sem vitnað er í heimildir innan PSA-samsteypunnar.
DS-bílarnir sem eru nokkurskonar “lúxusbílaflokkur” PSA-samsteypunnar eru ekki þekktir hér á landi, en njóta nokkurra vinsælda á meginlandi Evrópu og í Englandi.
Forstjóri Opel, Michael Lohscheller, sagði í fréttatilkynningu á mánudag að nýr bíll í DS-fjölskyldunni sem er byggður á EMP2 grunni samsteypunnar yrði smíðaður í verksmiðjunni í Russelsheim, þar sem áætlað er að smíða næstu kynslóð Opel Astra. PSA myndi ekki tjá sig um hvaða gerð það væri.
L’Est Republicain, dagblaðið í austurhluta Frakklands sem nær yfir verksmiðju PSA í Sochaux, greindi frá því á þriðjudag að embættismenn PSA sögðu starfsmönnum að DS 4 yrði smíðaður í Þýskalandi frekar en Sochaux, eins og upphaflega var áætlað.

DS, lúxusbílamerki PSA Group, hefur ekki gefið út upplýsingar um nýju gerðina, kölluð D41. Fyrri DS 4 byggðist á Citroen C4 og var síðast seldur árið 2018. Samkvæmt áætlun DS um að koma með eina nýja bifreið á ári frá og með árinu 2018 mun DS 4 koma í sýningarsal 2021, í kjölfar DS 9 miðstærðar fólksbifreiðar á þessu ári .
Sochaux mun leggja áherslu á framleiðsluátak sitt á nýja kynslóð smíðaða á EMP2 grunni PSA, sem kallast EMP2 V4, frá og með árinu 2022 eða 2023. Það verður „fjölnota“ pallur með brennsluvél og fulla rafknúna drifrásarkosti fyrir minni og millistóra bíla, svipað og minni CMP grunnurinn.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og PSA tilkynntu í síðustu viku að Sochaux-verksmiðjan muni smíða næstu kynslóð Peugeot 3008 sportjeppa, sem mun eiga að vera með fullan rafmagnsvalkost. Núverandi 3008 er fáanlegur með bensínvél, dísil og tengitvinn-valkostum.
Verkalýðsfélög í Sochaux-verksmiðjunni sögðu að nýi grunnurinn myndi tryggja hagkvæmni verksmiðjunnar næsta áratug. Verksmiðjan, í heimahéraði Peugeot, er sú stærsta í Frakklandi, með um 500.000 ökutæki framleidd árið 2019.
Til viðbótar við núverandi 3008 smíðar Sochaux einnig Peugeot 308 og 508. Um 7.000 manns starfa á staðnum sem nú er í gangi 200 milljón evra nútímavæðingaráætlun.