Þriðjudagur, 26. ágúst, 2025 @ 21:56
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Opel Manta var sportari hjá Véladeild Sambandsins um 1970

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
22/12/2024
Flokkar: Bílasagan, Fornbílar
Lestími: 7 mín.
299 3
0
145
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Opel Manta A er klassískur bíl frá þýska framleiðandanum Opel, sem var framleiddur á árunum 1970 til 1975. Bíllinn er einstaklega eftirsóttur í dag meðal bílaáhugamanna, ekki síst fyrir fallega hönnun sína og aksturseiginleika.

Nánast upprunalegur

Þessi Opel Manta A er frá árinu 1971. Bíllinn var afhentur í nýr úr Hollensku umboði sama ár. Um er að ræða fyrstu kynslóð Manta A.

Bíllinn er knúinn öflugustu 1900 cc vélinni sem sett var í þennan bíl og hún er tengd beinskiptingu.

Hann er með dökkgulri málningu og er einnig með upprunalegu vínylþaki. Innréttingin er í upprunalegu ástandi og er búin Sparco fötusætum fyrir sportlegra útlit. Að sjálfsögðu er farið að sjá elítið á bílnum enda nánast upprunalegur.

Véladeild Sambandsins

Samband íslenskra samvinnufélaga eða SÍS var með umboð fyrir Opel á þessum tíma og man undirritaður eftir að hafa séð svona bíla í glugga sýningarsalarins í Ármúla 3, þar sem Véladeild sambandsins var til húsa á þessum tíma.

Opel Manta A er tveggja dyra coupe með sléttar og straumlínu lagaðar línur. Bíllinn hafði sportlegt yfirbragð, sem var innblásið af bandarískum amerískum sporturum, eins og Ford Mustang, en var minni og sportlegri í evrópskum stíl.

Hringlaga framljós og þunn grill voru einkennandi fyrir framenda. Afturendinn var með einföldum láréttum afturljósum og sportlegri yfirbyggingu.

Manta og Capri þóttu flottir

Hann var miðlungsstór, sem gerði hann að aðlaðandi bíl fyrir bæði sportaksturs áhugamenn en einnig sem ágætan fjölskyldubíl en í þá daga þótti ekki frágangssök þó að fjölskuldubíllinn væri bara tveggja dyra.

Það var meira að segja svona bíll í vinning hjá Happdrætti Das, happdrættisárið 1973-1974 og var einn af þremur bílum í happdrætti Das þess árs. Sá var Opel Manta Sport. Sá bíll kostaði um 782.000 kr. í byrjun árs árið 1973.

Manta A bauð upp nokkrar fjögurra strokka bensínvélar með rúmtaki frá 1,2 lítrum upp í 1,9 lítra. Vinsælustu vélarnar voru 6S: 68 hestöfl og 9S: 90 hestöfl, sem var sportlegasta útgáfan.

Bíllinn var fáanlegur með fjögurra gíra beinskiptum gírkassa eða þriggja þrepa sjálfskiptingu.

Framhjólafjöðrun með McPherson-fjöðrum og stífum afturöxli veitti gott jafnvægi og skemmtilega aksturseiginleika.

Rallye og Berlinetta

Opel Manta var framleidd í grunnútgáfu en einnig voru til sportútgáfur eins og Manta Rallye, sem bar sérstaka merkingu, öðruvísi innréttingar og uppfærða aksturseiginleika.

Berlinetta útgáfa var lúxusgerð með auka þægindum eins og rafdrifnum rúðum og betri hljóðeinangrun.

Opel Manta A var hannaður til að keppa við bíla eins og Ford Capri, sem var einnig vinsæll í sama flokki. Manta var mjög vinsæll meðal ungs fólks og var álitinn áreiðanlegur og skemmtilegur bíll.

Bíllinn naut vinsælda í akstursíþróttum, sérstaklega í rally-keppnum, þar sem hann var talinn léttur og kraftmikill.

Opel Manta A frá árinu 1971 er í dag talinn safngripur og eftirsóttur meðal bílasafnara, sérstaklega ef til eru bílar sem hefur verið vel við haldið, eins og þessum hér á myndunum.

Hann er tákn fyrir gullaldarár Opel hvað varðar sportbílahönnun og tæknilega þróun.

Ég veit um allavega einn svona bíl sem er í uppgerð hér á landi, sá hann á Facebook um daginn og var það bílamaður á Ólafsfirði sem sýndi nánast eins bíl og þessi sem hér er um fjallað.

Fyrri grein

Honda mun sýna tvær 0 Series frumgerðir rafbíla á CES-sýningunni 2025

Næsta grein

Risasamruni í bílaheiminum?

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

Næsta grein
Risasamruni í bílaheiminum?

Risasamruni í bílaheiminum?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Íslendingum góðkunnur

26/08/2025
Bílaframleiðsla

Opel kynnir hugmyndabíl sem sýnir sportlegan smábíl á bílasýningunni í München

26/08/2025
Bílaframleiðsla

Jeep Grand Wagoneer 2026 kynntur með djörfu nýju útliti

25/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.