Föstudagur, 10. október, 2025 @ 1:12
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ólíkur bíla- og menningarheimur

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
16/02/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
267 18
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ólíkur bíla- og menningarheimur

Þegar þú ert að rölta um í framandi landi tekur þú gjarnan eftir því sem er ólíkt því sem þú átt að venjast.

Í þessu tilfelli var undirritaður enn einu sinni á ferðinni í borg sem stendur á landssvæði þar sem hefur verið samfelld búseta í 9000 ár.

Þrakverjar, Forn-Grikkir og Rómverjar bjuggu eða réðu yfir þessu landssvæði á mismunandi tímum. Þetta varð síðar hluti af veldi Ottoman. Krum the Fearsome réð þarna ríkjum um skeið en það hljómar nú frekar spennandi og eins og úr einhverri ævintýrasögu. Konstantínópel eða Mikligarður réð einnig yfir þessari borg á sínum tíma.

Það er alveg möguleiki að Væringjar úr Miklagarði hafi herjað á þetta landsvæði eða borgina.

En þessi borg er Sófía höfuðborg Búlgaríu. Þarna ægir öllu saman: ævafornum rústum, glæsilegum nýbyggingum, hörmulegum hönnunarslysum, fallegum gömlum múrsteinshúsum sem er vel viðhaldið og svo öðrum sem eru að hruni komin. Borgin er á miðjum Balkanskaganum í dal sem er umlukinn fjöllum (sem sjást oft ekki eða illa vegna mengunar).

Þegar þú situr á bekk í einum af mörgum almenningsgörðum borgarinnar eða fyrir utan kaffihús eða veitingastað þá verður þú var við að flækingshundarnir, sem eru að jafnaði stilltir, fara allir að gelta. Þú snýrð þér við til að athuga hvað er eiginlega á seyði. Þá blasir við þér vagn sem gæti verið smíðaður í árdaga hjólsins, dreginn áfram af tröllauknum dráttarklár sem er örugglega 3 hestöfl ef ekki meira.

Nú erum við komin að kjarna málsins sem eru samgöngur og bílar í þessari borg. Hvort tveggja er talsvert frábrugðið því sem við á Íslandi eigum að venjast.

Fyrst að almenningssamgöngunum: Þú getur valið um fjóra kosti eða blöndu af þeim. Ferðast með strætisvagni, neðanjarðarlest, sporvagni eða rafknúnum strætisvagni; svokölluðum „trolleybus“ sem er tengdur við raflínur eins og sporvagnarnir.

Það eru margir leigubílar í Sófía og allir gulir, alveg sama frá hvaða bílastöð þeir koma.

Allar eldri götur eru lagðar með grjóti sem hefur verið mulið í litla kubba sem er raðað niður, stundum í fallegt bogadregið munstur.

Stundum hefur grjótið farið úr skorðum eða týnst af einhverjum sökum og gangstéttakantar eru einnig úr grjóti. Þetta fer ekki sérlega vel með bíla enda heyrast gjarnan hljóð frá slitnum spindilkúlum eða fóðringum og ónýtum dempurum. Fullt af bísness fyrir varahlutaverslanir sem eru reyndar í röðum við sumar göturnar.

Það eru fjölmargar litlar búðir og smáfyrirtæki við flestallar götur og á jarðhæð fjölbýlishúsa. Þú getur yfirleitt ekki greitt með korti í þessum fyrirtækjum. En þessum búðum fer því miður fækkandi vegna stærri markaða. Sem minnir mig á að það fyrirfinnast útimarkaðir í borginni en sumir eru með grænmeti á boðstólum aðrir fisk o.s.frv.  

Margar af götunum eru með teinum fyrir sporvagnana, bæði eldri og nýrri götur. En svo eru það breiðstrætin sem eru yfirleitt malbikuð og alltaf vel við haldið.

Af því að almenningssamgöngur eru góðar og nóg af leigubílum og líka þeirri staðreynd að Búlgaría er ekki ríkt land þá er bílaeign ekki eins almenn og á Íslandi. Þetta á sérstaklega vel við í höfuðborginni.

Það er sérstaklega áberandi að mikill meirihluti bifreiða í Sófía eru Evrópskir fólksbílar. Jeppar, sportjeppar o.s.frv. eru mjög óalgengir einnig pallbílar sem eru ekki vinnubílar.

Það eru afar fáir ekta Amerískir bílar (framleiddir í Ameríku) á götunum og tiltölulega lágt hlutfall af Japönskum og Kóreubílum. Getur verið að ástæðan sé sú að Búlgaría er í Evrópusambandinu?

Bílaeignin er líka hverfaskipt, en þú gætir átt von á því að sjá rándýrann sérpantaðann bíl í einu af „góðu“ hverfunum. Hann gæti verið inni í götu sem er lokuð með hliði þar sem þú þarft að gera grein fyrir erindi þínu við vörð áður en þú færð að keyra inn í götuna. Á hinn bóginn sérðu yfirleitt ódýra smábíla í „slæmu“ hverfunum.

Það eru samt undantekningar frá reglunni því það eru alltaf einhverjir sem taka lán til að geta státað sig af því að vera t.d. á flottum Þýskum bíl. Þessi týpa þekkist í flestum löndum geri ég ráð fyrir.

En hvernig getur þú áttað þig á því hvort þú ert í góðu eða slæmu hverfi? Ef þú sérð það ekki þá þekkir þú þau á lyktinni!

Varðandi umferðarmenninguna þá er hún líklega skárri en hjá okkur. Það gæti verið ein líkleg skýring á því. Eins og ónefndur aðili mjög tengdur mér (konan mín) hefur sagt mér þegar hún sér aksturslagið hjá sumum ökumönnum á Íslandi: „Ef þessi reyndi þetta í Búlgaríu þá myndi hann verða dreginn út úr bílnum næst þegar hann þarf að stoppa og vera barinn í buff.“

Líklega getur lögreglan þar haft litlar áhyggjur af umferðinni en því meiri af ofbeldisbrotum?

[Birtist fyrst í mars 2021]

Fyrri grein

Toyota með einkaleyfi á beinskiptingarhermi fyrir rafbíla

Næsta grein

Andlegur leiðtogi prófar kappakstursbíl

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Andlegur leiðtogi prófar kappakstursbíl

Andlegur leiðtogi prófar kappakstursbíl

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.