Maður nokkur, Jim O´Shea að nafni, fékk sér nýjan Volvo 740 GLE árið 1991. Þeim bíl hefur hann ekið rúmlega milljón mílur. Volvo í Bandaríkjunum kom honum á óvart á tímamótunum.
Fyrir nokkrum dögum afhenti West County Volvo Jim O´Shea splunkunýjan S60 sem hann má í virðingarskyni nota endurgjaldslaust í tvö ár. Volvo USA er með West County Volvo í þessu óvenjulega en skemmtilega uppátæki.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein